Jæja,jæja.....ekki mikið skrifað hér en nú verður bætt úr því.
Búin að fara suður og vera viðstödd skírnina hjá barnabarninu. Það gekk auðvitað ljómandi vel. Nokkrar
myndir má sjá á myndasíðunni. Fórum suðurleiðina heim. Það var fínt, en veðrið hefði mátt vera betra. Þoka og lágskýjað mest allan tímann.
Nú er skólinn að fara á fullt. 3. árs nemarnir búnir að koma og eru nú farnir út í skólana og að byrja sitt vettvangsnám. Þetta er hress og duglegur hópur sem vonandi á eftir að spjara sig vel. ÞAð er svo von á fyrstu verkefnunum frá þeim eftir viku.
Það er búið að vera óvenju mikið um gleðskap hjá mér undanfarna viku. Hóaði hingað til mín nokkrum frænkum mínum úr föðurættinni í mat á þriðjudaginn var. Þær eru allar búsettar hér á Akureyri (og Hrísey) utan ein sem er þó hér í kennaranáminu. Við áttum notalega kvöldstund. Spjölluðum og hlógum mikið. Ákváðum að endingu að reyna að æsa restina af ættinni til að koma saman á ættarmót næsta sumar. Vonandi hefst að koma því í kring. Gunnlaug mín tók nokkrar
myndir af fjörinu.
Á fimmtudaginn hóaði Hilda vinkona mín okkur nokkrum konum í „brunch“. Það var auðvitað bara ljúft og skemmtilegt. Alltaf svo notalegt að hittast bara „við stelpurnar“ og spjalla um heima og geima. Þúsund þakkir fyrir notalega stund, Hilda mín!!!
Á föstudagskvöldinu var ég svo í matarboði hjá Ingólfi Ásgeir vini mínum. Hann klikkaði nottlega ekkert á því frekar en fyrri daginn, drengurinn sá!!!Stjanað við mann frá A-Ö fram á rauða nótt.
Hjálmfríður vinkona mín (og skólastjóri barnaskólans) úr Eyjum heimsótti mig svo um helgina. Við áttum saman yndislega helgi. Fórum í Jólagarðinn og borðuðum ís í Vín, drukkum kaffi á Bláu könnunni, spókuðum okkur í góða veðrinu í bænum og eyddum peningum í búðarrápi. Alveg eins og ekta túristar :-) Gærkveldinu eyddum við svo við grill og rauðvín og svaml í heita pottinum í Sandvík. Ekki mjög leiðinlegt það!!!! Hún flaug svo til baka með kaffivélinni í dag.
Þetta er búið að vera ljúf helgi, en daginn í dag tileinka ég samt honum Frissa mínum, því við eigum 34 ára brúðkaupsafmæli í dag. Það er langur tími, að vera búin að nudda þetta saman gegnum súrt og sætt í öll þessi ár og merkilegt nokk nokkurn veginn vandræðalítið. Við erum að vísu ekki alveg jafn-ungleg í dag og á myndinni hér að neðan, en ekki munar nú miklu samt......he,he.....
