miðvikudagur, júní 23, 2004

Svei mér þá sem maður er ekki kominn í sumarfrí ...ljúfir dagar framundan, alveg til 1. ágúst. Ekki slæmt það!!! :-D
Yfir og út :-\
|

mánudagur, júní 07, 2004

Spurning hvaða afsökun maður á að finna sér núna fyrir þessu bloggleysi....maður hefur nottla enga haldbæra afsökun aðra en almennt slen og áhugaleysi....Einkadóttirin er flutt í „gamla húsið í innbænum“ og þar er allt á fullu við málningarstörf og önnur skemmtilegheit:-) Miðlungurinn og spúsa hans komu norður um hvítasunnuna og höfðum við það notalegt öll saman....þau hjálpuðu svo til við flutningana á hvítasunnudag.

Sem betur fer er öllum prófum í skólunum lokið og blessaður „ellistyrkurinn“ búinn að ná sínum prófum. Hann á að vísu eftir eitt upptökupróf í ágúst en ef það fer vel er hann sloppinn þetta árið. Gaman að því!!:-)

Enn veit ég ekki hvert ég vil fara í sumarfrí...ætli endi ekki bara með því að maður verði heima og dingli sér í sumarbústaðnum á milli þess sem maður skipuleggur kennsluna fyrir næsta vetur!!! en svo má nú alltaf hoppa upp í flugvél og þjóta eitthvað með stuttum fyrirvara.
Pólítíusarnir skemmta okkur með sínum leikþáttum þessa dagana sem endranær...veit einhver um land þar sem ekki eru svona vitlausir stjórnmálamenn??...Þar sem hægt er að lifa og starfa án þess að þurfa að vera upp á svona ídjóta kominn???
Yfir og út!! :-
|