föstudagur, maí 14, 2004

Komst að því í fyrravetur í gegnum Íslendingabók að við Þorsteinn rektor erum stórskyld....frændsystkin í 4 og 5 lið...
Komst svo að því í dag að Stefanía rektor í Tækniháskólanum er jafnmikið skyld mér í gegnum sama lið....
Er maður með rektorsblóð í æðum?? .......veit einhver um lausa rektorsstöðu?? ....nei, ég segi nú bara si svona!!!
Yfir og út..:-\
|
Sussu...suss....nú er orðið langt síðan hér hefur verið skrifað...meira að segja einkadóttirin farin að kvarta.
En hér er allt í góðu...allt of mikið að gera og allt það eins og venjulega( allir orðnir leiðir á því) og nú er farið að styttast óhuganlega mikið í sumarið.
Jiii...hvað ég hlakka til að fá sumarið og sumarfríið!!!

Verst að það er svo margt sem ég á eftir að klára í vinnunni áður en ég fer í frí og svo tekur kennaradeildin við mér eftir sumarfríið....Hvuddnig skyldi það nú verða??? Vonandi bara gott og gaman.....
|

þriðjudagur, maí 04, 2004

Haldið þið að ég hafi bara ekki unnið í happdrættinu sem hún Hadda mín seldi mér miða í, í gær!!!
Að sögn Ellistyrksins birtist hér kona eftir hádegi í dag með þennan fína taupoka frá Norðurmjólk sem innihélt bæði osta og tvær gerðir af kotasælu....gaman að þessu....
En....þýðir þetta þá að ég sé óheppin í ástum fyrst ég var svona heppin í happdrættinu.....eða hvað???
|

sunnudagur, maí 02, 2004

Vissuð þið að alþjóðlegi hláturdagurinn er í dag???...
Ég verð ekki eldri.....eða jú...„hláturinn lengir lífið“....er þá ekki um að gera að hlæja bara og hlæja....
|
Ja,...hvort sem þið trúið því eða ekki, þá er nú aftur farið að snjóa hér fyrir norðan!!
Við hér á Nesinu vöknuðum í morgun við gnauð á gluggum og allt orðið hvítt...þetta er nú sko ekki eðlilegur andsk.....og komið fram í maí...
En það er nú svo sem ósköp notalegt að kúra sig hér inni við að fara yfir verkefni nemenda í grunnskólafræðinni...ekki hefði verið skemmtilegra að gera það í glampandi sól....
Var að klára síðasta daginn í sumarfríinu frá því í fyrra á föstudaginn, svo nú getur maður farið að saxa á sumarfrí þessa árs, verst maður veit ekki hvert maður á að fara í sumarleyfinu..en den tid, den sorg.....Noregur, Svíþjóð, Írland, Krít...allt þetta kemur sterklega til greina...
|