þriðjudagur, desember 30, 2003

Já,já,já....ég veit að það er langt síðan ég hef bloggað síðast....en hvað skal segja?? Ég kom heim frá Svíaríki og Danaveldi nokkurn veginn eftir áætlun. Að vísu seinkaði Kaupmannahafnarvélinni um tvo tíma sem gerði það að verkum að ég komst ekki norður fyrr en á sunnudagsmorgni í stað seinniparts á laugardegi...en það hefði nú líka eitthvað verið dularfullt ef allt hefði gengið smurt...

Síðan er búið að vera nóg að gera ...jólaundirbúningur og önnur skemmtilegheit voru á sínum stað og við áttum róleg og friðsæl jól. Núna er ég á fullu og er reyndar búin að vera meira og minna öll jólin, að undirbúa kúrs sem ég tók að mér að hafa umsjón með og kenna í kennaradeildinni hér í HA. Alltaf skal maður koma sér í einhverja vitleysu.

Í stað þess að slappa nú af og njóta þess svo sem eins og í nokkra mánuði að blessuð mastersritgerðin er búin og reyna að lifa af erilinn hér á gagnasmiðjunni, nei þá rýkur maður til og bætir á sig einu stykki námskeiði svona í kvöld og helgarvinnu.....ætli það séu til meðul við þessu?????
|

mánudagur, desember 08, 2003

Það er orðið langt síðan síðast...svei mér þá...enda lítið um að vera. Það ber helst til tíðinda að ég ætla að skreppa til Svíþjóðar í gegnum Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. Bauðst að fara á ráðstefnu í Iðunnar-verkefninu sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni. Ráðstefnan verður haldin í Hässelholm sem er sunnarlega í Svíþjóð, nánar tiltekið á Skáni. Torfi Hjartarson í Kennó fer líka. Við ætlum að hafa samflot og erum búin að ákveða að fara í Tívolí á miðvikudagskvöldið...;-)
Það verður vonandi gaman að skipta aðeins um umhverfi og kynnast því sem aðrir eru að gera í upplýsingatækni í kennaramenntun.
|

þriðjudagur, desember 02, 2003

Jæja..þá er 1. des að kveldi kominn...Þessi mikil dagur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar er eiginlega ekki orðinn svipur hjá sjón.....allavega ekki í skólunum. Í þá „gömlu góðu daga“ var ævinlega frí í skólum á 1. des og var þá ýmislegt sér til gamans gert. Reyndar var smá uppákoma í HA í tilefni dagsins sem hófst kl. 16:00 í dag. Fyrst var upplestur en að honum lokunm var Íslandsklukkan sem stendur hjá háskólanum slegin 3 höggum...einu fyrir hvert ár á nýju árþúsundi. Barnakór söng og tóku gestir hraustlega undir. Að þessu úti-atriði loknu var boðið upp á súkkulaði, smákökur og tónlistaratriði innan dyra. Þetta var sosssum hin besta skemmtun...eða þannig....en fleiri hefðu nú mátt mæta....yfir og út...
|