laugardagur, nóvember 29, 2003

Það var þetta með jólagjafalistann minn.....

Auglýsing í Fréttablaðinu í dag: „Búðu þig undir spennandi jól“!!

Spennufíkillinn ég sperrti upp augun. Þetta reyndist auglýsing um spilið Ástarleikir sem ku vera það heitasta í dag fyrir þá sem eru komnir yfir fermingu....samkvæmt auglýsingunni er það fyrir alla elskendur sem vilja fá meiri spennu, övun og ánægju út úr ástarlífinu. Hægt er að láta allar sínar villtustu fantasíur rætast með óteljandi lostafullum aðferðum og stellingum....svo mörg voru þau orð......

Ég veit ekki alveg hvort ég á að setja þetta spil á jólagjafalistann minn........gæti svona gjöf ekki bara endað með ferð á Slysó???(ætli þeir séu nokkuð með opið eintak í bókabúðunum svo maður geti fengið að skoða hversu krassandi þetta er???)

Maður er nú sossum ekki tvítugur lengur og spurning hversu krassandi aðferðirnar eru!!! Sé til dæmis fyrir mér að ef maður lendir á rauðum reit ...eða eikkað...þá ætti maður t.d. að spæla kallinn upp í efstu hilluna í þvottahúsinu (eða eitthvað annað álíka cool) og reyna að gera það þar...er ekki alveg að sjá það ganga hjá okkur Frissa mínum....hmmm...

Það er kasski bara hættuminna að biðja um gamla, góða Matadorið eða þá tvöföldu kaffivélina sem þeir voru að kynna í Húsasmiðjunni í dag... (:-\) yfir og út...
|

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Jæja...bjánaðist maður nú ekki til að segja krakkaormunum að maður ætti þetta leyniblogg...og þá varð nottlega fjandinn laus og maður er manaður til að blogga reglulega ....ja, svei , ekki lofa ég því nú...
Fór annars með samstarfsfólkinu á upplýsingasviði á frábæra myndlistarsýningu í Listasafninu síðasta þriðjudag og skoðaði blómamyndirnar hans Eggerts Péturssonar. Frábær sýning sem allir ættu að skoða. Og ekki spillti það nú fyrir að hún Hanna Þórey blessunin bauð okkur öllum heim í kaffi á eftir. Þvílíkar gúmmulaðis-kökur . Í gærkvöldi voru bakaðar Sörur með Hildu Torfa og Láru Stef. Ekki ónýtt að eiga það í kistunni fyrir jólin...yfir og út.....
|

mánudagur, nóvember 24, 2003

„Morgunstund gefur gull í mund“ sagði hreinsunardeildin hjá Akureyrarbæ og dreif sig út klukkan hálf sjö í morgun til að glamra í öskutunnunum í hverfinu......má þetta spyr ég nú bara...????
Hvað er ónotalegra en að vakna á mánudagsmorgni rúmum hálftíma fyrr en maður þarf að vakna við svona glamur.....Er ekki talað um í einhverjum fjölbýlishúsalögum eða eitthvað svoleiðis.... að það beri að hafa ró frá 12 á miðnætti til klukkan 7 að morgni....en kannski gildir það ekki um hreinsunardeildina
|
Jæja, einhvern tímann var ég nú búin að segja að ég myndi aldrei gera svona bloggsíðu...en á maður nokkurn tímann að segja aldrei...
|