mánudagur, júlí 18, 2005

Málningarvinnu lokið

Þá er málningarvinnunni lokið á heimilinu í bili. Nú er vinnuherbergið mitt orðið fallega fölgult (var málað í dökkbláum lit þegar við keyptum húsið og ég var aldrei búin að gefa mér tíma til að mála það. Ég er næstum viss um að mér vinnst helmingi betur í herberginu eftir þetta en áður :-)
Það kannski endar með því að maður verður svo duglegur að maður fer að blogga daglega!!!!

Er líka búin að djöflast á gólfinu (og eldhúsgólfinu) með bónleysi og bóna svo herlegheitin upp á nýtt...þetta glansar eins og hjá kónginum núna!!!!
Vonandi fer svo bara að koma sólbaðsveður aftur.......
|

laugardagur, júlí 16, 2005

Þvílík leti

Jæja, ég held maður ætti nú bara að fara að henda þessari bloggsíðu, því ekki nennir maður að skrifa á hana....en samt...kannski að maður reyni að þykjast eitthvað aðeins lengur. Er reynar búin að ætla að skrifa í nokkra daga en „blogg-spottið“ hefur verið svo hægvirkt að ég hef ekki nennt að bíða eftir að það opnaðist til að hægt væri að skrifa. Hef því bara setið og lesið blogg annarra.
Það hefur frekar fátt á mína daga drifið síðan síðast. Við fjölskyldan fórum að vísu suður eina helgi til að knúsa nýja barnabarnið, og hún var nottlega bara æðisleg. Annað hefur nú ekki verið ferðast á þessu heimili, nema út í Sandvík.
Datt í að taka til í vinnuherberginu mínu og mála það (mjög „gáfuleg“ iðja í 20 stiga hita að sumri til). Hef reyndar ætlað að gera þetta í ein 4-5 ár, þannig að það má kannski segja að tími hafi verið til kominn (húsið fylltist reyndar af gestum um leið og ég var búin að setja allt á hvolf út af þessum framkvæmdum....týpískt :-).
Er búin að henda fullt af góssi, m.a. ýmsum kennsluverkefnum sem ég útbjó á mínum 30 ára grunnskóla-kennsluferli.....ég hefði kannski átt að reyna að græða á þessu og selja stöffið....spurning hvort einhver kaupandi hefði fundist!!! :-)
Mig langar óhemju að skreppa eitthvað í ferðalag...veit bara ekki hvert, þannig að líkast til fer ég bara ekki neitt....en sjáum til, kannski kemur andinn yfir mig og ég hendist af stað eins og hendi veifað...
|