föstudagur, september 22, 2006

Lífsstíll

Hvað er málið með þetta „lífsstílskjaftæði“??

Las í Fréttablaðinu í dag að búið væri að opna nýja lífsstílsbúð á Laugarveginum. Fór þá að hugsa hvað átt væri við með „lífsstílsbúð“.
Eru ekki allr búðir „lífsstílsbúðir“??
Hljóta ekki vörur sem seldar eru í öllum búðum að falla að lífsstíl einhvers??
Er t.d. ekki RL-búðin (Rúmfatalagerinn) lífstílsbúð??

Ég skil vel þegar talað er um að fólk ætli að gera hitt og þetta að sínum lífsstíl, eins og t.d. reglubundna hreyfingu, hollt mataræði og þessháttar, en að tala um lífsstílsbúðir finnst mér nú bara vera gersamlega út í hött!!!

Eða þannig :-)
|

laugardagur, september 16, 2006

„Góðir“?? pennar...eða þannig....

Úr Fréttablaðinu 27. ágúst (höf. Álfrún Pálsdóttir):

"Þar sem ég þeystist um sveitir landsins sem farþegi í bíl gat ég gefið náttúrunni gaum og það eina sem ég virtist sjá voru kindur. ... Kindur hafa sem dýr lítið skemmtanagildi enda gera þær lítið annað en að standa kyrrar, bíta gras og gefa frá sér hljóð stöku sinnum. En sveitin er full af þeim, hvert sem maður lítur er kind að gera nákvæmlega ekki neitt gagnlegt og stígur ekki beint í vitið. En á hverju einasta sumri er þúsundum kinda sleppt lausum út í náttúruna þar sem þær spranga um fjöll og firnindi og valda mörgum ökumanninum vandræðum á þjóðveginum enda láta þær bíla ekkert á sig fá."

Er ekki allt í lagi?????

Ég er ekki hissa þó það gangi illa í fjölmiðlabransanum ef kröfurnar sem gerðar eru til skriffinna í þessum blöðum er ekki meiri!!!
|