sunnudagur, ágúst 27, 2006

Leti og/eða flótti

Er ekki um að gera að blogga þegar maður á að vera að gera eitthvað annað???
Ætti ða vera að fara yfir verkefni en nenni því auðvitað ekki....!!!

Allt gott að frétta héðan. Erum búin að fara vestur í þvílíkri rjómablíðu í vikunni fyrir versló. Og svo var nú versló svo sem ekkert slor. Ekkert spes veður svo sem en ágætt samt, og Bjössi og fjölsk. komu að sunnan og vinir þeirra með þeim svo það var glaumur og gleði í Sandvíkinni. Þegar Gulla mín og hennar fjölsk. var komin líka var nú aldeilis glatt á hjalla í kotinu. Mesta furða hvað allir komust fyrir.
Eftir versló tók svo vinnan við...sem er svo sem ekki skemmtilegt, en verður víst ekki umflúið. Vettvangsnemarnir byrjuðu viku eftir versló svo það var eins gott að bretta upp ermarnar.
Hjálmfríður vinkona mín og fyrrv. skólastjóri úr Eyjum er svo að byrja í framhaldsnáminu hjá okkur hér í HA, þannig að hún kemur hingað norður í lotu einu sinni í mánuði. Hún dvelur hér hjá mér þá daga og er ég afskaplega kát að fá hana svona oft í heimsókn. Næst kemur hún 11. sept og ég er strax farin að hlakka til :-)

Og svo er það bara Kaupmannahöfn eftir 5 daga...víííí.... Hlakka til.
Bless þangað til ég kem heim aftur!!!
P.s Við Frissi höngum saman enn....Vill einhver veðja????
|