miðvikudagur, júlí 25, 2007

Jarðgöng til Eyja

Í tilefni af umræðum um jarðgöng til Eyja, er svolítið skemmtilegt að lesa bloggið hjá honum Pálma Óskarssyni í Stórhöfða þar sem hann vitnar í ummæli nokkurra merkra manna um gerð Hvalfjarðagangna á sínum tíma.
Ég er nú ekki alveg búin að gera upp við mig hvort mér finnst göng til Eyja vera fýsilegur kostur, en eitt er víst að samgöngur til Eyja þarf að bæta og það er skömm að vita til þess hvernig búið er að Eyjamönnum í samgöngumálum
|

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Skondin frétt á eyjar.net:

Á vefnum eyjar.net, má lesa þessa frétt:

„Sandsíli fækkar við Eyjar
Enn minna af sandsíli virðist vera umhverfis Vestmannaeyjar en á sama tíma í fyrra, samkvæmt fyrstu fregnum af sandsílarannsóknum Hafrannsóknastofnunar á svæðinu. Sandsílið er þýðingarmesta fæða lundans og hefur stórlega dregið úr varpi hans tvö ár í röð".

Þarna mætti ætla af fréttinni að sandsílið fjölgaði sér með því að verpa (eggjum væntanlega).
Þetta er dæmi um frekar óheppilega orðaröð :-) :-)

|

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Bloggleti

Jæja, Drífa frænka mín í Hrísey, ofurbloggari með meiru er farin að kvarta undan bloggleysi á þessari síðu....
Ja...jamm og jæja...maður ætti nú kannski bara að fara að blogga aftur :-)

Sit reyndar sveitt við að koma saman smá fræðilegum fyrirlestri um blogg sem ég ætla að röfla um í London í endaðan júlí. Maður getur nottlega ekki bæði bloggað og skrifað um blogg í einu....
|