mánudagur, ágúst 30, 2004

Allt á fullu

Þá er hún Hilda mín farin að kvarta undan bloggleysi, svo það er eins gott að bretta upp ermarnar. Nú er skólinn kominn á fullt skrið hjá mér. Vettvangsnemarnir mættu hér til mín 16. ágúst og eru núna komnir á fullt við að kynna sér skólastarf vítt og breitt, aðallega þó hér Norðanlands, og skiluðu fyrstu dagbókunum til mín í dag.

Alla síðustu viku var svokölluð „Velgengnisvika“ en þá er nýnemum komið af stað í náminu með ýmiss konar kennslu í hagnýtum þáttum eins og t.d. tölvuvinnslu. Ég hafði lofað í vor að kenna í þessari viku, þannig að ég sat uppi með eina 16 tíma í kennslu þessa vikuna svona með öðru sem þurfti að sinna :-)

Um helgina var þó slegið á létta strengi og á laugardagskvöldinu komu 13 manns í mat til okkar út í Sandvík. Þetta var hópur úr fyrrverandi Barnaskóla Akureyrar sem heimsótti okkur út í Eyjar haustið ´94 þegar við bjuggum ennþá þar. Mér var farið að finnast mál til komið að hitta þetta fólk, svo ég bauð í lundaveislu (eins og í Eyjum forðum)og mætti allur hópurinn nema 2 sem voru löglega afsakaðir. Við höfðum það yndislegt saman fram á nótt. Gaman að þessu!!!!
|

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Innri ró

Einn kunningi minn (sem er bæði orðheppinn og annálaður Guðsmaður) vatt sér upp að hliðinni á mér í Húsasmiðjunni um daginn þar sem ég stóð í „skrúfudeildinni“ og sagði með glott á vör:

„Veist þú af hverju sumt fólk er með lausa skrúfu?“

„Nei“, svaraði ég, eitt spurningarmerki í framan.

Það er af því að það skortir „innri ró“ !!!! >:-\
|

laugardagur, ágúst 14, 2004


Við mæðgur fórum í berjamó i dag í blíðunni!
Myndina sendi Eygló
Powered by Hexia

|

föstudagur, ágúst 06, 2004


Ekki amalegt útsýnið útsýnið út um gluggann á vinnuaðstöðunni minni!
Myndina sendi Eygló
Powered by Hexia

|

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Nýi myndsíminn

Var að prófa að taka mynd og senda hér inn úr nýja myndsímanum mínum...það virðist hafa tekist :-)
Myndina sendi Eygló

Powered by Hexia

|