mánudagur, mars 17, 2008

Skrýtin stafsetning

Á forsíðu Mbl.is mátti í morgun lesa þessa frétt: „Fíkniefni haldlögð á Akureyri“. Hvaðan í ósköpunum kemur þetta sagnorð: „að haldleggja“ ??
Er þetta nú ekki einum of mikil gróska í að búa til sagnorð??? Setningin „Hald lagt á fíkniefni á Akureyri“ er alveg jafnlöng nema sem svarar einu stafabili og einum staf......en þó mun skárri íslenska að mínu mati.
|