sunnudagur, desember 30, 2007

Til hamingju, frænka


Ég má til með að óska henni Margréti Láru frænku minni og nemanda til átta ára til hamingju með þennan frábæra árangur sinn, en hún var valin íþróttamaður ársins 2007 í gærkvöldi. Að öðrum ólöstuðum finnst mér Margrét Lára ákaflega vel að þessum titli komin. Það hefur verið gaman að fylgjast með ferlinum hjá henni allt frá því hún var í sjö ára bekk og þusti út í frímínútur til að spila fótbolta við strákana í bekknum sínum og fram á þennan dag að hún er í fremstu röð á sínu sviði.
Ekki er svo minna um vert hvað Margrét Lára er góð fyrirmynd hinna yngri en hún hefur ævinlega seiglast áfram á eigin verðleikum og aldrei mér vitanlega tranað sér fram eða upphafið sjálfa sig á kostnað amnnarra. Það var gaman að vera kennarinn hennar í átta ár og fylgjast með henni vaxa og þroskast og samgleðst ég henni svo sannarlega með þennan árangur. Sendi líka Guðmundu og Viðari frænda mínum innilegar hamingjuóskir með stelpuskottið!!! :-)
|