fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Alveg er þetta ótrúlegt

Steinunn Vladís flutti tillögu um það á Alþingi að fundin yrðu ný starfsheiti sem kæmu í stað starfsheitanna ráðherra, sendiherra og slíkra heita sem hafa orðið herra sem endingu.
Ég sé ekki annað en þetta sé hið ágætasta mál enda ekki viðeigandi á því herrans ári 2007 að kenna heiti á störfum sem bæði kynin gegna við svo karllægt orð sem herra, enda t.d. löngu búið að finna upp ný heiti fyrir starfsheiti eins og flugfreyjur, hjúkrunarkonur o.fl.
En viti menn....karlkynshelmingur Moggabloggara rís þvílíkt upp á afturfæturna til að mótmæla þessari „ósvinnu“ að ég hef sjaldan séð eins margar athugasemdir við frétt á Mbl.is eins og við þessa.
Merkilega vanþroska þessi karlpeningur :-)
|

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Komin aftur

Ég er nú svo sem löngu komin aftur, en hef ekkert nennt að blogga frekar en fyrri daginn. Ferðin var fín, sannkölluð ævintýraferð. Er með ferðasöguna í smíðum en lofa nú ekki að vera búin með hana fyrr en eftir langan tíma :-)
Ég setti slatta af myndum úr ferðinni inn á myndasafnið mitt en skemmti mér jafnframt við að búa til smá vídeó úr þessum sömu myndum.


Hægt er að skoða vídeóið í stærri upplausn með því að smella hér.
Eftir heimkomuna hefur svo verið nóg að gera í vinnunni og ýmsu öðru. Alltaf gott að hafa nóg að gera :-)

|