fimmtudagur, apríl 05, 2007

Bjánalegar auglýsingar

Ósköp finnast mér leiðinlegar þessar fermingaskeytaauglýsingar hjá póstinum í ár: „Halla fékk 43 skeyti. Flest af öllum í bekknum“. Þarna finnst mér svo klárlega verið að hamra á metingi milli barna, nokkuð sem við fullorðnir ættum ekki að ala svona augljóslega á. Ég stend mig að því að senda mín fermingarskeyti frá öðrum fyrirtækjum þetta árið...jafnvel þó ég þurfi að hafa svolítið fyrir því.

|