fimmtudagur, desember 28, 2006

Jafnrétti og íþróttir

Fylgdist með umfjöllun um knattspyrnumann og konu ársins í kvöldfréttunum. Beið spennt eftir að heyra og sjá viðtal við hana Margréti Láru frænku mína og nemanda til margra ára....en viti menn....Nei, í fréttunum var bara rætt við Eið Smára og ekki eitt einasta orð við Margréti Láru. Frekar hallærislegt verð ég að segja!!

|

Jólagjafir og allsnægtir

Ég veit að það hljómar eins og vanþakklæti, en ég var samt að velta fyrir mér einu í sambandi við jólagjafir. Ég fæ árlega jólagjöf frá einni bankastofnuninni sem ég á viðskipti við. Nú er það svo að ég efast ekki um að góður hugur fylgir þessari gjöf. Samt verður mér á að hugsa hvort þeim fjármunum sem kostað var til hennar væri ekki betur varið í að styrkja eitthvert gott málefni en að eyða þeim í jólagjafir handa fólki eins og mér og miklu fleirum sem eiga allt af öllu og eru ekki í neinni þörf fyrir eitthvert glingur sent frá peningastofnun sem maður skiptir við. Ætti ég að skrifa Bjarna Ármannssyni og viðra þessa skoðun mína??

|

laugardagur, desember 02, 2006

Verkefnayfirferð og annað stúss!!

Æ, hvað ég nenni ekki að þurfa að vinna og vinna alla helgina!! Mig langar að jólast eitthvað eða gera eitthvað annað skemmtilegt!!! :-(En best að vera jákvæður.....þetta tekur vonandi enda og ef til vill hægt að eiga nokkra frídaga milli jóla og nýárs!!

|

Tekur sig vel út

Kata litla (nú verður hún reið við mig :-) ) kom hér seint í kvöld á leið heim af skólaballi svo ljómandi fín í íslenskum búningi. Ég mátti til með að smella af henni mynd.|