sunnudagur, júlí 30, 2006

Síðan síðast!!

Jæja...nú er orðið svo langt síðan að ég hef bloggað að ég var næstum búin að gleyma lykilorðinu mínu :-)

Það hefur nottlega svo margt á mína daga drifið síðan í nóvember að ég bloggaði síðast að það gengur engan veginn að gera því öllu skil. En staðan á mínu lífi í augnablikinu í hnotskurn er sú, að ég er í sumarfríi og hef það gott :-)
Búin að skreppa suður og heimsækja ömmubarnið og leika mér með henni og blessuðum „miðlungnum“ honum syni mínum sem var í sumarleyfi heima með dóttur sína. Við þvældumst dálítið um, skoðuðum allt Reykjanesið og fórum í bústað tengdaforeldra hans sem er skammt frá Þrastaskógi og höfðum það í alla staði hið besta.
Nú svo er ég auðvitað búin að dvelja í Sandvíkinni meira og minna (suma daga ásamt Gunnlaugu og fjölskyldu) og snurfusa þar eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessu bloggi.
Við Frissi erum svo að velta fyrir okkur að skreppa vestur á firði að gamni okkar eftir helgina ef veður leyfir, en aðalferðin okkar verður svo ekki fyrr en 1. sept. þegar við förum til Kaupmannahafnar í rúml. viku með Bjössa og Önnu Láru og Tönju.

Blessaður „ellistyrkurinn“ (Jóhann, yngri sonurinn) útskrifaðist með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 10. júní og er núna farinn til Reykjavíkur að vinna og vinnur hjá Ísor sem er fyritæki í orkurannsóknum. Ég er bara nokkuð montinn með „litla greyið“ því hann fór inn í HA án þess að hafa stúdentspróf (veit reyndar ekki á hvaða lyfjum deildarforseti tölvunarfræðideildar var þegar hann hleypti honum inn þetta ungum og án stúdentsprófs :-) en allvega ...drengurinn kláraði dæmið og það á réttum tíma þannig að það er bara fínt.
Ekki er þó laust við að fjarvera hans liti heimilislífið, því þó ekki færi mikið fyrir honum á heimilinu, blessuðum, þá eru það nú viss viðbrigði þegar síðasta barnið fer að heiman.
Við Frissi erum að upplifa það í fyrsta skipti núna að búa saman barnlaus(Gunnlaug var orðin 3 mánaða þegar við byrjuðum að búa saman fyrir alvöru á eigin heimili). Kannski kunnum við það bara ekkert og verðum bara skilin um áramót!!! Hver veit???

Stay tuned!!!
|