mánudagur, júní 27, 2005

Myndablogg


Myndina sendi Eygló

#
Talskilaboð sendi Eygló
Powered by Hexia
|

Mannaleg

Óskaplega er maður nú að verða mannaleg!!! :-)
|

Bræða hjörtu

Maður veit nú alveg hvernig á að bræða hjörtun í ömmunum sínum :-)
|

miðvikudagur, júní 22, 2005

Ný staða í lífinu

Varð þeirrar lukku aðnjótandi í dag að vera ráðin sem lektor við kennaradeildina í HA. Það er að því leyti betra heldur en að vera aðjunkt að í þeirri stöðu felst fastráðning, minni kennsluskylda (og þar af leiðandi betri kjör... er þó ekki svo viss um að mánaðarlaunin sjálf, per se, séu mikið hærri) kostur á rannsóknarleyfi fyrr heldur en aðjunktar eiga kost á o. s.frv.
Varð að halda upp á þetta með einhverjum hætti og bauð því honum Frissa mínum út að borða á Götugrillið í tilefni dagsins.... Það var ljúft :-)

Nú þarf ég næst að finna mér tíma til að skreppa suður og knúsa litla, nýja barnabarnið....mig er alveg farið að klæja í puttana. Hún fór í bað í fyrsta skipti í dag og þar var tekin af henni þessi óborganlega mynd:

|

þriðjudagur, júní 14, 2005

Stoltur faðir

Mátti til með að setja inn eina mynd af þeim feðginunum samanog aðra af litlu dúllunni aleinni:Ekki hef ég hugmynd um hverjum hún líkist...þykist sjá svip beggja á myndunum af henni. Fleiri myndir eru í myndaalbúminu hans Bjössa
|

Stelpa fædd 15:20

Húrra!!!! Lítil ömmustelpa leit dagsins ljós rétt í þessu. Fékk þessa mynd senda í símann minn beint af fæðingardeildinni. Tóm gleði og hamingja!!! :-)

Myndina sendi Eygló
Powered by Hexia

|

sunnudagur, júní 12, 2005

Skólaárið búið

Í gær var háskólahátíð í Háskólanum á Akureyri. Brautskráður var 291 nemi í yndislegu veðri í Íþróttahöllinni. Einhvernveginn fannst mér ég eiga tölvuvert í kennaradeildarnemunum sem voru að útskrifast. Nemunum á grunnskólabrautinni hef ég kennt mest. Kenndi þeim í GSK- námskeiði í fyrra, einnig hafði ég umsjón með vettvaqngsnáminu þeirra og æfingakennslunni í haust. Svo voru þarna að útskrifast nemar í kennsluréttindanámi sem ég kenndi í vetur og einnig hef ég kennt öllum nemunum sem voru að útskrifast af leikskólabrautinni. Mér leið eiginlega bara eins og stoltri ungamömmu sem lítur yfir gerðarlegan hópinn sinn!! :-). Til hamingju nýbakaðir kennarar!!!
Nú svo voru einnig að útskrifast nemar sem ég þekki í öðrum deildum, m.a. nokkrir Vestmannaeyingar bæði í staðarnámi og fjarnámi. Mér þótti samt leitt að það gafst ekkert tækifæri til að knúsa nemana neitt þegar maður kom út, því allt liðið var á bak og burt í myndatöku. Það var í staðinn óvænt ánægja að hitta fullt af Vestmannaeyingum fyrir utan Höllina sem voru þar að fagna áfanganum með afkvæmum sínum. Þetta endaði eiginlega í hálfgerðu átthagamóti þarna fyrir utan Höllina!!! Lokapunktur á góðum degi var svo útskriftarpartý hjá henni Maríu Steingríms vinkonu minni sem var að útskrifast með mastersgráðu í gær. Innilega til hamingju með það elsku María!!! Partýið var hið skemmtilegasta í alla staði enda ekki að búast við öðru af gleðipinnunum í kennaradeildinni sem yfirtóku gestalistann mest og best.
|

sunnudagur, júní 05, 2005

Er ekki bara að koma sumar??

Á föstudaginn kláraði ég tveggja vikna kennslutörn þar sem ég þurfti að kenna 60 tíma á þessum tveimur vikum. Þetta voru fjarnemar á leikskólabraut sem eru rétt tæplega 60 að tölu og voru hér í sumarmisserislotu. Það komast ekki nema 20 í tölvustofuna í einu þannig að það varð að þrískipta hópnum og hver hópur fékk 20 tíma....þannig að 60 tímar féllu í valinn þetta vorið. Ég var orðin ósköp lúin á föstudaginn og fegin að törninni var lokið. Það reddaði málinu hvað þetta var skemmtilegur hópur og áhugasamur. Um kvöldið var vorferð kennaradeildar þar sem við fórum saman yfir á Kljáströnd á ættaróðal Halldóru og gengum, borðuðum, drukkum, kveiktum varðeld, sungum og margt fleira. Yndislegt kvöld með skemmtilegu fólki. Ég fór svo í gær í Blómaval og keypti sumarblómin í Sandvíkina og setti niður um kvöldið. Þannig að nú er orðið voða blómlegt og sumarlegt á Nesinu.

|

Lokafréttir af jakanum

Ég var svo heppin að vera ákkúrat með myndavélina í höndunum í gær þegar það heyrðust skruðningar frá jakanum "okkar" hér á Nesinu og stórt stykki hrundi af honum með miklum bægslagangi. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan gengu gusurnar í allar áttir. Við þetta losnaði jakinn úr strandinu sem hann er búinn að vera í núna í tvær vikur og hélt af stað en núna ákvað hann að halda aftur út fjörðinn í áttina norður. Hann fór bara þó nokkuð hratt og þegar við litum út í morgun um tíuleytið sást hann ekki frá pallinum okkar.


|