sunnudagur, maí 22, 2005

Útsýnið úr Sandvíkinni

Það er ekki amalegt útsýnið af pallinum í Sandvíkinni þessa stundina. Ísjakinn í allri sinni dýrð!! Á myndinni má sjá hvar slysavarnaskipið Sæbjörg siglir fram hjá jakanum á leið út fjörðinn!!

|

mánudagur, maí 16, 2005

Landsins forni fjandi

Þrátt fyrir sólbaðsveður á pallinum í Sandvík bæði í dag og í gær, þá var nú kuldaboli ekki langt undan. Þessi fíni ísjaki var t.d. á siglingu inn Eyjafjörðinn um helgina og var úti fyrir Árskógssandi í kvöld. Ætli hann verði ekki við Hauganesið á morgun!!!



Fleiri myndir af ísjakanum á myndasíðunni
|

Góð helgi

Jæja, ekki er maður nú svikinn af helgarveðrinu. Hér í Sandvíkinni er búið að vera sól og blíða yfir helgina og hægt að baða sig í sólinni í skjóli. Að vísu eru engin hlýindi komin ennþá.
Nú erum við búin að setja vindhanann upp á þak sem við fengum frá Gunnlaugu og co. í jólagjöf. Hann sómir sér vel þar og eins og sést á myndinni er himininn hvergi blárri en hér hjá okkur á Íslandi.

|

fimmtudagur, maí 12, 2005

Vorið alveg að koma

Og fyrst ég er nú á annað borð að skrifa eitthvað hér inn þá má ég til með að sýna ykkur að túlípanarnir og páskaliljurnar mínar á Nesinu eru alveg að fara að springa út.....vonandi gerist það í blíðviðrinu sem þeir spá hér um hvítasunnuna!!!

|

Long time, no see.....

Jæja, nú er orðið langt síðan hér hefur verið bloggað. Engin haldbær afsökun fyrir því svo sem, en á maður ekki líka að blogga þegar maður sjálfur er í stuði til þess, en ekki bara af skyldurækni???
Það var ferming í fjölskyldunni í endaðan apríl. Guðný litla í Hríseynni náði þeim merka áfanga að komast í kristinna manna tölu. Stór hluti fjölskyldunnar úr Eyjum mætti því á svæðið og smellti ég einni mynd af systrum mínum þegar þær borðuðu hjá mér eitt kvöldið. Ekki víst að maður fái mörg tækifæri til að ná þeim saman á mynd hér norðan heiða...en hver veit...núna fyrst þetta hafðist að koma þeim báðum samtímis hingað norður í þetta sinn. Að vísu var Blönduósvegalöggan eitthvað að hrella aðra þeirra, en það má sjá við því í framtíðinni .

|