þriðjudagur, mars 29, 2005

Páskafrí á enda

Þá er nú páskafríið að renna sitt skeið á enda þetta árið. Veðrið var yndislegt eins og sjá má á myndinni hér að neðan og ekki hægt að hafa það mikið betra en við höfðum það þessa daga. Setti inn myndir frá helginni í myndasafnið mitt hér til hliðar. Njótið !!

|

föstudagur, mars 25, 2005

Vorið á næsta leiti??

Brá mér suður undir húsvegg áðan og smellti af einni vorlegri mynd af krókusunum mínum með nýju myndavélinni.

|

Sæludagar

Ingólfur Ásgeir vinur minn bauð okkur í mat í fyrrakvöld. Það klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Saltfisk„mús“ í forrétt, mexíkóskur lambapottréttur í aðalrétt og herlegheitunum skolað niður með spönsku eðal-rauðvíni. Yndislegt að eiga svona vini

Blessaður miðlungurinn og spúsan hans heiðruðu okkur svo með nærveru sinni frá því á þriðjudag og þar til á hádegi í dag. Áttum notalega fjölskyldustund í gær með rjómapönnukökum um miðjan daginn og lambalæri í kvöldmat. Ljúft er þetta líf!!

En nú er best að skreppa út og smella af mynd af krókusunum mínum og snúa sér svo að alvarlegri hlutum og vinna svolítið...ekkert annað að gera við þennan langa föstudag!!
|

föstudagur, mars 18, 2005

Ný myndavél

Ég skeiðaði í Tölvulistann í gær og fjárfesti í nýrri digital myndavél. Keypti mér Canon Ixus 500. Það er vel látið af þeim og ég þekki tvo sem eiga þannig vél og eru mjög ánægðir með þær. En hver er svo sem ekki ánægður með sitt :-)

Fyrir á ég Sony Mavica sem er þannig hönnuð að í stað þess að vera með kort, þá tekur hún myndir á venjulega disklinga sem maður setur í hana. Þetta gerir það að verkum að hún er dálítið fyrirferðamikil og leiðinlegt að þvælast með hana á ferðalögum (sú nýja er algert kríli og kemst nánst fyrir í peningahólfinu í veskinu mínu). Hins vegar er Mavican með 10 optical súmmi sem gerir hana góða í því sambandi og hún er í fínu standi þrátt fyrir 5 ára notkun og tekur svo sem ágætis myndir en ekki í eins mikilli upplausn og nýja vélin. Svo er bara að byrja að æfa sig á nýju vélina! Opnaði í því tilefni myndagallerí hér til hægri á síðunni. Þar eru reyndar bara ennþá gamlar myndir, sambland tekið af hinum og þessum á ýmsar vélar.
|

þriðjudagur, mars 15, 2005

Ástkæra, ylhýra....

Var að blaða í gegnum bæklinginn „Stefna menntamálaráðuneytisins um upplýsingatækni í menntun, menningu og vísindum 2005-2008“. Það er greinilegt að það hefur enginn íslenskufræðingur komist með puttana í þennan bækling....þvílíkar ambögur og málskrúð sem þar er að finna.
Dæmi: „það er því mikilvægt að ekki verði reistar óeðlilegar hindranir í vegi fyrir miðlun upplýsinga.....“. „Kennarar, sem búa til og nota stafrænt efni, eru í óvissu um hvaða verndar verk sín njóta.....“. Þessi tvö dæmi eru bæði af blaðsíðu 41 en bæklingurinn er upp á 45 blaðsíður. Hinar eru svipaðar.
Ja, það er ekki skrýtið þó góðu íslensku máli sé ekki gert hátt undir höfði alls staðar fyrst ráðuneytið sjálft hefur ekki meiri metnað.....
|

sunnudagur, mars 13, 2005

Lóa litla

Fór á „Taktu lagið, Lóa“ í gærkvöldi ásamt Degi og tengdaforeldrum Gunnlaugar, Jóni og Siggu. Við höfðum hina bestu skemmtun út úr þessu og þótti gaman að sjá hann Daníel okkar frá „nýju“ sjónarhorni :-)
Mér fannst allir leikararnir skila sínum hlutverkum prýðisvel og sannfærandi og María virkilega söng sig inn í hjörtu þeirra sem á hlýddu. Mæli hiklaust með þessu.
Miðlungurinn var að setja inn myndir úr „fjölskylduútilegunni“ síðasta sumar. Fer ekki að koma sumar???
|

sunnudagur, mars 06, 2005

Samskiptagreindin :-)

Your Dominant Intelligence is Interpersonal IntelligenceYou shine in your ability to realate to and understand others.
Good at seeing others' points of view, you get how people think and feel.
You have an uncanny ability to sense true feelings, intentions, and motivations.
A natural born leader, you are great at teaching and mediating conflict.

You would make a good counselor, salesperson, politician, or business person.


|