Það er nú svo langt síðan að hér hefur verið bloggað að það er nánast helgispjöll að rjúfa þessa þögn hér inni..... :-) en er búin að fara bæði til Færeyja og Danmerkur síðan ég bloggaði síðast og ligg nú hér heima með flensu og er orðin frekar pirruð á þessu ástandi....
Í Færeyjum kynnti ég fjarkennsluna okkar hér í HA fyrir frændum okkar í Føroya Lærarskúli og var það bara gaman. Þeir klikkuðu ekkert á höfðinglegum móttökum þarna í Færeyjum, dekrað við mann alla daga. Í Danmörku (nánar tiltekið Ollerup) var ég ásamt 3 íslenskum kennslukonum og kennurum úr kennaraskólanum í Ollerup og Haslev að hanna umsókn um Evrópustyrk (Sókrates-áætlunin). Meiningin er, ef við fáum styrkinn, að reyna að hanna matstæki sem metur einstaklingsmiðað nám.
Vona að þessu flensufári fari að ljúka annars verð ég alveg orðin brjáluð í geðvonsku...:-)