mánudagur, febrúar 28, 2005

„Æfingin skapar meistarann“

Það er ekki ofsögum sagt að „æfingin skapi meistarann“...

Tókst í dag á „no time“ að búa til þetta „huggulega“ blóm, fríhendis í tölvunni og alveg sjálf!!!

Ekki sem verst af byrjanda að vera, eða hvað????

|

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Norðurljósin

Mikið rosalega líst mér vel á þá hugmynd Jóhanns Ísbergs og félaga að reyna að auka ferðamennsku á Íslandi yfir vetrartímann með því að selja útlendingum allar þær gersemar sem okkar kalda land býr yfir á þeim árstíma. Það var löngu orðið tímabært að menn áttuðu sig á því að ferðamennska á Íslandi getur verið meira en bara júlí-mánuður. En það tekur tíma og er mikil vinna, að koma sér á kortið....vonandi tekst þeim að yfirstíga byrjunarörðugleikana!!
|

Hrós

Gleymdi að taka fram að knús vikunnar fær Harpa Hreins fyrir að vera svo elskuleg að veita mér aðgang að lexíum sem hún hefur hannað um notkun Paint Shop Pro. Að vísu þurfti ég að „uppfæra“ þær þannig að hægt sé að nota þær með 9.0 útgáfunni...en.... það sparaði mér samt hellings tíma að þurfa ekki að hanna verkefni sjálf alveg frá grunni. Þarf þó kannski að bæta einhverju við ef stelpurnar verða rosalega vinnusamar og duglegar (sem þær örugglega verða)...en samt.. það sparaði mér hellings tíma að fá þetta hjá Hörpu. Takk og knús, Harpa mín :-)
|

Söknuður

Ég er ekki frá því að ég sakni jólagardínanna úr eldhúsinu...en það sem sé hafðist að koma þeim niður í gær og febrúar enn ekki búinn...., en litlu mátti þó muna :-)

Hamast við að læra á Paint Shop Pro þessa dagana. Ætla að nota það í kennslu á leikskólabrautinni fljótlega. Mér sýnist það alveg ná því að vinna með allar þær aðgerðir sem hinn venjulegi „meðal-jón“ notar í myndvinnslu og þykir mun líklegra að til að mynda leikskólakennarar eigi möguleika á að fá það forrit keypt til brúks í leikskólanum sínum (það kostar á milli 6- og 7000) en Adobe PhotoShop sem kostar á milii 60 og 70 þús. krónur eintakið. Það er nú ekki eins og við ætlum að útskrifa grafíska hönnuði þarna á leikskólabrautinni (með fullri virðingu fyrir grafískum hönnuðum og leikskólakennurum). Bar þessa skoðun mína undir „valda“ leikskólakennara í fjölskyldunni sem voru mér alveg sammála. Og einhvern veginn finnst mér skynsamlegra að læra á forrit sem einhver möguleiki er á að maður sjálfur (eða allavega skólinn sem maður starfar við) geti eignast að námi loknu, heldur en að læra einhverja tækni sem maður verður búinn að gleyma eftir nokkra mánuði af því að maður hafði aldrei séns á að halda náminu við.
|

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Jóla hvað...

Þeir rétti upp hönd sem finnst að ég ætti að taka niður jólagardínurnar í eldhúsinu!!!
|

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Það er nú það...

Það er nú svo langt síðan að hér hefur verið bloggað að það er nánast helgispjöll að rjúfa þessa þögn hér inni..... :-) en er búin að fara bæði til Færeyja og Danmerkur síðan ég bloggaði síðast og ligg nú hér heima með flensu og er orðin frekar pirruð á þessu ástandi....
Í Færeyjum kynnti ég fjarkennsluna okkar hér í HA fyrir frændum okkar í Føroya Lærarskúli og var það bara gaman. Þeir klikkuðu ekkert á höfðinglegum móttökum þarna í Færeyjum, dekrað við mann alla daga. Í Danmörku (nánar tiltekið Ollerup) var ég ásamt 3 íslenskum kennslukonum og kennurum úr kennaraskólanum í Ollerup og Haslev að hanna umsókn um Evrópustyrk (Sókrates-áætlunin). Meiningin er, ef við fáum styrkinn, að reyna að hanna matstæki sem metur einstaklingsmiðað nám.
Vona að þessu flensufári fari að ljúka annars verð ég alveg orðin brjáluð í geðvonsku...:-)
|