sunnudagur, október 31, 2004

Eyvi

Eyvi frændi er í sjónvarpinu....er að syngja og rifja upp æskuárin þegar amma hans var að passa þau systkinin heima hjá þeim í Vogunum....
Ég man hins vegar eftir því hvað við systurnar urðum kindarlegar einu sinni þegar við vorum í matarboði þar heima ásamt foreldrum okkar. Við höfðum skroppið eitthvað upp á loft eftir matinn og í stiganum á leiðinni niður aftur mættum við Línu ömmu hans í stiganum(hún hafði reyndar setið til borðs með okkur). Hún var afskaplega falleg og notaleg kona og nú heilsaði hún okkur með virktum og spurði hvort við „þekktum nokkuð hann Bjössa mág hennar í Vestmannaeyjum“ (pabba okkar)!!
Við urðum eitt spurningamerki í framan og böbluðum eitthvað alveg eins og kjánar en fengum svo að vita á leiðinni heim að „Lína frænka“ væri með Alzheimer og það væri ástæðan fyrir þessu minnisleysi hennar á ættartengslunum við okkur systur. Já, ekki skemmtilegur sjúkdómur þessi Alzheimer.
|

Búist til sjóferðar með afa!
Myndina sendi Eygló

Powered by Hexia

|

Ömmustrákur að borða köku i Sandvíkinni!
Myndina sendi Eygló
Powered by Hexia

|

fimmtudagur, október 28, 2004


Það er fallegt að horfa upp i Hlíðarfjall núna!
Myndina sendi Eygló
Powered by Hexia

|

miðvikudagur, október 27, 2004

Undanúrslit

Fékk að vita það áðan að námsefnið mitt í grenndarkennslu „Á heimaslóð“, er komið í undanúrslit í ELearningAward keppninni sem haldin er á vegum Evrópska skólanetsins. Var valið ásamt 99 öðrum úr 1021 verkefni.

Gaman að þessu!!! :-)

|

sunnudagur, október 24, 2004

Leikhús

Fór í leikhúsið í kvöld að sjá Svik. Alltaf gaman að fara í leikhús. Veit samt ekki alveg hvað mér fannst um sýninguna.....

Leikararnir skiluðu góðum leik, en umfjöllunarefnið...sem var framhjáhald...æ, einhvern veginn skyldi það ekkert mikið eftir hjá mér.....
|

þriðjudagur, október 19, 2004

Afmæli...

Já, og meðan ég man...ég á svo nottlega afmæli í dag...var eiginlega alveg búin að gleyma því!!! Svona er maður nú orðinn gamall, gleymir eigin afmæli!!!
Ja, svei....:-)
|

Kveðjuhóf

Félagsvísinda- og lagadeildin er að flytja upp á Sólborg. Í tilefni af því var kveðjuhóf á kaffistofunni í 9-kaffinu í morgun. Alls konar gúmmulaðis-kökur, heimabakað brauð, ostar og annað góðgæti....ummi-numm......

Við erum að hugsa um að kveðka þau vel og vandlega og halda líka kvöldteiti með guðaveigum, skemmtiatriðum og alles....Gaman að þessu!!!
|

sunnudagur, október 17, 2004

Svefn

Afrekaði það í dag að sofa frá því kl. rúmlega eitt í gærkvöldi og til kl. 13:30 í dag....en þá líka vaknaði ég með andfælum og hélt að allr klukkur í húsinu hlytu að vera vitlausar. Þvílíkt og annað eins ......er þetta hægt hjá manneskju á mínum aldri? Þetta hefði kannski verið afsakanlegt á táningaaldrinum.

"Ellistyrkurinn" blessaður á afmæli í dag. Er orðinn 19 ára. En hvað þetta líður hratt. Mér finnst það hafa verið í fyrradag sem hann fæddist blessaður!!
Bakaði slatta af kökum og fékk dótturina, tengdasoninn og barnabörnin í kaffi...Svana vinkona og fjölskylda kíktu líka í kaffi!!!
Gaman að því :-)
|

sunnudagur, október 10, 2004

Útgáfuteiti

Hún Brynhildur íslenskukennari í forföllum við HA og hann Þóroddur maður hennar (kennari í fél. og laga) buðu kennaradeildinni og félgsvísinda- og lagadeildinni í smá útgáfuteiti seinnipartinn á föstudaginn. Brynhildur var að fá íslensku barnabókaverðlaunin fyrir nýútkomna bók sína Leyndardómur ljónsins, auk þess var bókin hennar um Njálu (minnir mig ) að koma út í enskri þýðingu. Nú svo kom bókin Egla út eftir hana á þessu ári. Dugleg kona Brynhildur!
Bók sem Þóroddur er ritstjóri að (Íslensk félagsfræði: Landnám alþjóðlegrar fræðigreinar) var svo líka að koma út þann 1. okt. þannig að það var margfalt tilefni til að gleðjast hjá þeim hjónum. Þau fluttu hingað til Akureyrar síðla sumars og keyptu sér fallegt og reisulegt hús á horni Hamarstígs og Oddeyrargötu. Þetta varð hið skemmtilegasta teiti og góður endir á vinnuvikunni.
|

föstudagur, október 08, 2004


Kaffipása í Þingó
Myndina sendi Eygló
Powered by Hexia

|

mánudagur, október 04, 2004

Slowblow

Var að hlusta á Slowblow diskinn sem ég keypti mér um daginn. Nokkuð athyglisverður og sérstakur diskur....
|

Allt tekur enda...

Allt tekur enda...líka Londonferð. Höfðum það þrusugott í ferðinni. Skoðuðum allt það markverðasta og versluðum aðeins líka. Var að hugsa um að reyna að fá vinnu sem „gæd“ í „Undergroundinu“, þvílík var nú snilldin orðin í þeim málum á 4. degi :-). Komst reyndar á bragðið þegar ég dvaldi í London í hálfan mánuð 1980 og komst að því að égf hafði litlu gleymt.

Svo er hann brostinn á með kulda og rigningu hér norðlendis....verulega ógeðslegt veður. Fyrir sunnan rignir í hlýju áttinni en alveg öfugt hér....kalt og blautt...
|