Þá er nú UT2004 búið einu sinni enn.....Annað hvort er ég orðin svona gömul eða....
Allavega er ég ekkert oboðslega mikið að finna neitt nýtt á þessari ráðstefnu. Einhvern veginn stóð ég mig að því að vera að reyna að finna eitthvað áhugavert til að skoða eða hlusta á, miðað við að á fyrstu ráðstefnunum var maður að bölva yfir því að komast ekki á hitt og þetta, af því að það stangaðist á við eitthvað annað sem maður vildi fara á líka.
Kynnti þarna
námsvefinn minn. Ekki get ég nú sagt að margir hafi mætt....heilr 12 eða u.þ.b. það. Svona eins og góður saumaklúbbur eða heimakynning. En...gott mál...þetta var notaleg stund með notalegu fólki....ekkert stress..;-)
Svo er maður nú svo ljómandi heppinn með það að rauðvínsklúbburinn þeirra Önnu Gunn og Sjonna er að hittast í kvöld og okkur er boðið með af því að við erum á staðnum.....ekki amalegt það.....alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk yfir rauðvínsglasi!!!:-/
Yfir og út....