sunnudagur, mars 21, 2004

Það er ekki lýgi að það snjóar enn í þessum fj....ná-skurði sem þessi Eyjafjörður er......... skyldi maður þurfa að moka tröppurnar sínar í júlí?????
Yfir og út :-\
|
Það er ekki séns að mér detti neitt gáfulegt í hug til að segja á þessu bloggi núna. Var að koma heim úr „írsku“ partý-i hjá Mark O'Brian deildarforseta upplýsingatæknideildar. Þar var alveg morið af fólki....mest þó nemarnir í deildinni. Hér sé stuð.....

Miðlungurinn og spúsa hans komu í heimsókn um síðustu helgi og við áttum öll notalega stund saman á Nesinu!! Meira að segja Ellistyrkurinn kom út eftir og dvaldi yfir nóttina. Frumburðurinn og ömmustrákarnir komu svo í kaffi á sunnudeginum.

Vikan hefur svo mest farið í það að fara yfir öll spurningatækni-verkefnin frá nemunum mínum í grunnskólafræðinni. Sennilega er ég allt of smásmuguleg í þessri yfirferð. Pæli í hverri einustu málsgrein sem þau skrifa og velti vöngum....það verður allavega ekki hægt að segja að einkunnagjöfin hafi verið umhugsunarlaus og kastað til hennar höndunum.
Yfir og úr...:-\
|

laugardagur, mars 06, 2004

Þá er nú UT2004 búið einu sinni enn.....Annað hvort er ég orðin svona gömul eða....
Allavega er ég ekkert oboðslega mikið að finna neitt nýtt á þessari ráðstefnu. Einhvern veginn stóð ég mig að því að vera að reyna að finna eitthvað áhugavert til að skoða eða hlusta á, miðað við að á fyrstu ráðstefnunum var maður að bölva yfir því að komast ekki á hitt og þetta, af því að það stangaðist á við eitthvað annað sem maður vildi fara á líka.

Kynnti þarna námsvefinn minn. Ekki get ég nú sagt að margir hafi mætt....heilr 12 eða u.þ.b. það. Svona eins og góður saumaklúbbur eða heimakynning. En...gott mál...þetta var notaleg stund með notalegu fólki....ekkert stress..;-)

Svo er maður nú svo ljómandi heppinn með það að rauðvínsklúbburinn þeirra Önnu Gunn og Sjonna er að hittast í kvöld og okkur er boðið með af því að við erum á staðnum.....ekki amalegt það.....alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk yfir rauðvínsglasi!!!:-/
Yfir og út....
|