sunnudagur, febrúar 29, 2004

Þá er enn ein helgin að syngja sitt síðasta!! Vorum á Nesinu frá því um miðjan dag í gær og þar til um miðjan dag í dag. Var að berja saman fyrirlesturinn fyrir UT2004. Það gekk þokkalega. Fórum að sjálfsögðu í heita pottinn og slöppuðum af. Æðarfuglinn „ú-aði“ á víkinni og það var sólbaðsveður á pallinum. Ætli vorið sé ekki bara á næsta leyti?? Ji, hvað ég hlakka til þegar kemur sumar!!Við Gunnlaug rúntuðum aðeins um bæinn í dag að skoða fasteiginir svona utan frá...þau þurfa að fara úr íbúðinni sem þau leigja 1. júní. Vonandi geta þau keypt eitthvað sem þau geta þá fengið að vera í, í friði. Það er svo svekkjandi að þurfa bara að pakka saman einn, tveir og þrír af því að einhver leigusali vill að maður losi íbúðina...en svona er það víst bara þegar maður leigir...:-/
Yfir og út...

|

föstudagur, febrúar 27, 2004

Ekki klikkaði Ingólfur frekar en fyrri daginn.....Í forrétt var einhver finnskur smáfiskur sem líktist sardínu..afskaplega bragðgóður með hrökkbrauði. Þessu var skolað niður með bjór og snafs. Svo var Mývatnssilungur með kartöflum og grænmeti og hvítvín drukkið með. Að endingu var svo kaffi og konfekt ...ummm....Á eftir drukkum við svo eitthvað af koníaki.

Laugardagurinn var svo tekinn í að koma efri hæðinni í samt lag aftur eftir viðgerðir á loftaklæðningum, þannig að nú er þetta farið að líkjast heimili aftur. Þá er bara eftir að skipta um allt heila, helv....þakið, en það verður nú ekki gert fyrr en næsta sumar í blíðunni sem verður vonandi þá :-)
Á sunnudaginn komu svo „Giljagaurarnir“ mínir í bollukaffi.

Helgin núnafer sennilega í fyrirlestursundirbúning...bjakk...sem ég nenni þessu nokkuð...hefði aldrei átt að samþykkja þetta!!!

Nemendur mínir í Grunnskólafræðinni eru búnir að skila inn fyrsta verkefninu sínu. Talsett PowePointkynning á sjálfvöldu forriti frá Námsgagnastofnun....Það er bara skrambi gott hjá þeim og ég er stolt af þeim!!
Yfir og út....
|

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Jæja...ekki hefur nú verið sagt margt af viti hér undanfarið....Það er ekki ofsögum sagt að tíminn æðir áfram. Febrúar bara langt kominn og mér sem fannst hann bara rétt byrjaður. Það er alltaf stöðuga kapphlaupið við að láta stundirnar í sólarhringnum duga fyrir því sem gera þarf. Ut2004 framundan með tilheyrandi fyrirlestri og standi...ekkert farið að undirbúa það og verður sjálfsagt ekki gert fyrr en á síðustu stundu. Það var opið hús hjá okkur í HA um síðustu helgi og við á gagnsmiðjunni vorum með kynningu á alls konar tölvujippói frá 13-15. Ekki var nú hægt að segja að margt fólk hafi troðið okkur um tær...aðallega voru það ættingjar og kunningjar. Um kvöldið skruppum við hjónakornin í Sandvíkina og dingluðum okkur í heita pottinum og höfðum það náðugt...enda Valentínusardagurinn!!! Okkur er boðið í mat annað kvöld hjá Ingólfi....hlakka til...alltaf gott að láta stjana við sig og svo er nú ekki beint notalegt um að litast hér á Hlíðargötunni þessa dagana því hér er búið að vera að setja loftaklæðningu upp í öll herbergi og allt því á rúi og stúi :-/
Yfir og út.....
|

laugardagur, febrúar 07, 2004

Þorrablótið afstaðið og allt fór friðsamlega og skemmtilega fram. Það brast á vonskuveður sem stóð vel fram yfir miðnætti, en var orðið þokkalegt þegar haldið var heim.
Það er eitthvað annað en maður heyrir frá þorrablótum austur á Héraði. Þar stóð þorrablótið í Hjaltalundi (minnir mig) enn, þegar komið var fram undir hádegi í dag. Ekki slæmt þorrblót það!!

Sem minnir mig á það að sennilega hef ég einu sinni farið á sveitaball í þessum sama Hjaltalundi fyrir einhverjum árum síðan! Var í sumarbústað að Dölum í Hjaltastaðaþinghá og við skelltum okkur á ekta sveitaball með Lilju vinkonu minn frá Brekku í Fljótsdal!! Gaman að þessu ...alltaf stuð á sveitaböllunum ;-)
|

föstudagur, febrúar 06, 2004

Jæja...þá er helgin fram undan...og eitt stykki þorrablót í kvöld.
Starfsfólk upplýsinga- og kennslusviðs í HA ætlar að blóta þorra saman. Mér skilst nú reyndar, þar sem maður á að koma með matinn sjálfur, að einhverjir ætli nú bara að koma með þorra"kjúlla", og þorra"hitt og þetta".
But...sowot....það skiptir víst ekki meginmáli hvað er borðað..heldur að gleðjast saman i góðra vina hóp!!!
|

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Hvað er málið með ríkisstjórnina, forsetann og þennan blessaða ríkisráðsfund????
Eru þeir meðvitað að reyna að hafa þjóðina að fíflum, eða hvað er í gangi???

Eru mennirnir ekki að fatta að þeir eru ekki bara hlægilegir, heldur aumkunarverðir???
|

mánudagur, febrúar 02, 2004

Var að lesa eyjar.net...
Nú hafa þeir ekkert að gera í bæjarstjórninni í Eyjum en að rífast um það hvort jóilasveinarnir voru 12 eða 13, og hvort bæjarstjórnin eigi að beita áhrifum sínum og senda "pöb-ulnum" ordru um það hvenær eigi að taka niður jólaskrautið og hvenær ekki....

ómægod......er allt í lagi???
Hafa menn ekkert annað að gera??? er heilabúið í þessu úr skyri....eða...???
Þeir mættu kannski nota skyrið í að hugsa upp obboðlítið fleiri atvinnumöguleika, svo einhver séns væri á að einhver gæti flutt á skerið og haft þar atvinnu og unað vel við sitt....
Yfir og út....
|

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Skuppum á Nesið í dag...nenntum ekki í gærkvöldi.....
Þar voru nottlega „snjóskaflar dauðans“, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Tókum niður jólaskrautið og svona...enda ekki seinna vænna, komið fram í febrúar og engin jólastemming lengur. :-/
Yfir og út ..
|
Er nú ekki nema Miðlungurinn farinn að blogga.....það verður gaman að fylgjast með því ;-)
|