laugardagur, janúar 31, 2004

Ég er ekki að ljúga......hann er ENN farinn að snjóa...ómægod...
Hvað kostar ferð í Karbíska hafið.................................
|
Djö....sem ég hrundi á hausinn á svellbunka beint fyrir utan stéttina heima hjá mér í nótt þegar ég kom heim!!!

Ekki það að ég væri drukkin....nei....en að dinglast heim á blankskónum um miðja nótt er nottlega afrek og þóttist auðvitað sloppin og hafa unnið þrekvirki þegar ég var svo gott sem komin inn....og þá gerðist það....

Er aum í hægri hendi og fæti ...ekkert alvarlegt...en hamlandi þó..... , sérstaklega fyrir skapsmunina.
Held ég skelli mér bara á Nesið eftir kvöldmat og drífi mig í heita pottinn og svona og viti hvort þetta skánar ekki.

En...bæþevei..... Burns Supper tókst vel í alla staði, Haggisinn góður og viskí-ið enn betra.....Notaleg stund í góðra vina hóp...ekki ónýtt það!!
Yfir og út...


|

föstudagur, janúar 30, 2004

Er að fara á Burns Supper í kvöld með nokkrum vinnufélögum....Það verður borðað Haggis og drukkið viskí....
Gaman. gaman........

Ef einhver veit ekki hvað Burns Supper er má lesa um það hér
|
Það ætlar ekki að verða endasleppt með leiðindin í þessum janúarmánuði!!!
Ofan á "snjóalög dauðans" uppgötvaðist það nú að þakið á helv...húskofanum er ónýtt!!!
Skemmtilegt það...lítil ein og hálf milla eða svo, að gera við það ef það er keypt út....

Það var sum sé á einhverjum tímapunkti (áður en við keyptum húsið) að öll loftaklæðning var rifin innan úr húskofanum...svo "gasalega smart" að láta bara sjást í gömlu spýtuborðin í loftinu svona óvarin!!!!
Sem gerir það að verkum að öll rakavörn innan á loftunum var þar með farin og rakinn (sem myndast víst sjálfkrafa innanhúss í öllum húsum) fór þar með bara beint upp í þakið, þéttist þar og varð að myglu og fúa....
Skemmtilegt eða hitt þó heldur!!! :-(
|
Mikið djö.....getur hann annars snjóað!!!!!
|

sunnudagur, janúar 25, 2004

Og enn snjóar.....

Gilli „foster“ Hjartarson er að koma upp síðu sem gæti bara orðið skemmtilegt að fylgjast með. Svona „átthaga-nostalgía“ sem manni finnst svo ljómandi skemmtileg þegar maður er ekki í átthögunum lengur.
Annars er lítið að gerast....annað en að telja dagana þar til vorar á ný. er næstum orðin úrkula vonar um að það komi nokkurn tímann vor eða sumar aftur!!

Ætli það endi ekki með því að maður verði að rifja upp skíðakunnáttuna sem er reyndar nánast engin. Síðasta skíðaferð (sem var reyndar skíðaferð nr. 2 á langri ævi) endaði nú ekki mjög vel!!

Hún var farin með Brekkuskóla á Akureyri sem þá hét Barnaskóli Íslands vorið 1993 en til siðs var að hafa skíðadag einu sinni á vetri með börnunum. „Eyjapæjan“ lét nú ekki sitt eftir liggja þó lítið færi fyrir skíðakunnáttunni (hún samanstóð af einum eftirmiðdegi í Bláfjöllum einu eða tveimur árum fyrr). Haldið var af stað og allt gekk vel í byrjun.

En þar sem maður stóð og beið eftir þessu dinglumdangli sem maður átti að setjast á til að komast upp brekkuna og virti fyrir sé fegurð norðlenskra fjalla um leið.....þá nottlega uggði maður ekki að sér í sæluvímunni yfir þessari norðlensku fegurð ...og fékk dinglumdanglið í hausinn um leið og það kom fyrir hornið á skúrræflinum sem heitir víst lyftuhús á fagmáli...
Það er ekki að orðlengja það, að auðvitað sprakk fyrir á enninu á mér, þannig að blóðið lak í stríðum straumum niður í augu og þaðan áfram niður hægri kinnina....
Nærstaddir héldu auðvitað að þeir væru komnir í mitt sögusvið Sturlungu eða eitthvað álíka og augað lægi lágmark út á kinn ef ekki bara alveg farið....

Þegar ég hafði sannfært samkennara og aðra viðstadda um að augað væri nokkurn veginn enn á sínum stað var mér auðvitað samt í skyndi keyrt niður á Fjórðungssjúkrahús og sett í bróderí ...

Aumingja læknirinn sem tók á móti mér og hafði fengið fyrirmæli um að skrá niður öll skíðaslysatilfelli sem kæmu inn á gólf til þeirra (það var svona skíðaslysaskrásetningarvika) var í megnustu vandræðum með að skrá orsakir slyssins...það reyndist nefnilega enginn svona„ lyfta réðst á viðkomandi“ dálkur vera á eyðublaðinu...
Ég er ekki frá því að kandídatsgreyið sé enn að klóra sér í hausnum yfir þessu....
En mínar skíðaferðir hafa ekki orðið fleiri.....ennþá..... :-/
Yfir og út....
|

laugardagur, janúar 17, 2004

Jæja, skyldi maður nú einhvern tímann eiga eftir að komast út úr þessari snjódyngju??

|

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Jæja...þá er maður kominn til Reykjavíkur enn og aftur ...á leiðinni á BETT-ráðstefnuna í London. Eyddi eftirmiðdeginum á fundi hjá hugbúnaðarfyrirtækinu INNN — gott mál.

Rakst í morgun á fj....gott ljóð eftir Magneu Matthíasdóttur.

Yfirlýsing

líf mitt
er ekki laugardalsvöllur
að þú getir leikið þér
í fótbolta
með tilfinningar mínar

líkami minn
er ekki vesturbæjarlaug
að þú getir svamlað þar
þér til hressingar
gegn vægu gjaldi ástarorða

hjarta mitt
er ekki aðalbókasafnið
að þú getir sótt þangað
þær kenndir
sem falla best að smekk þínum

í stuttu máli
heyri ég ekki undir félagslega þjónustu
í reykjavík
heldur er ég kona
bý í skerjafirði
og á mig sjálf


yfir og út....
|

föstudagur, janúar 02, 2004

Prófaði gyðjutestið....nenni yfirleitt aldrei að prófa svona test á vefsíðum...finnst þau hámark vitleysunnar enda hvað kom í ljós!!!:

mín var nottlega Afrodite...ja svei mér þá...

og bæ ðe vei......

þetta fíflalega test ásamt fjölda annarra jafngáfulegra fann ég í hrönnum út frá heimasíðu Sparisjóðs Vestmannaeyja...www.betranet.is

það er ekki skrýtið að þeir hafi ekki ráð á að gefa hundgömlum kúnnum auglýsingadagatöl í jólagjöf ef vextirnir fara í að styrkja svona vitleysu.....
|
Ég sá að tengdasonurinn var eitthvað að hæla Spron og draga taum þeirra á móti Íslandsbanka.

Ég veit ekki....eins og þeir Gísli Marteinn og Logi sögðu um árið.........

Mér finnst persónulega svolítið skítt að vera búin að láta öll launin mín frá því ég byrjaði að vinna (svo sem eins og í rúmlega 30 ár) fara í gegnum Sparisjóðinn og fá ekki einu sinni sent frá þeim dagatal á áramótum hvað þá meir.......!!! Og hafa einu sinni verið neitað um lán þar til að brúa 2 mánaða bið eftir að fá útborgað lífeyrissjóðslán sem búið var að samþykkja hjá Lífeyrissjóði kennara að lána mér(gersamlega pottþétt greiðsla eftir 2 mánuði) (.....þá nötraði ég af reiði)

Ég á líka einhverja bankabók í Íslandsbanka sem mismikið hefur nú verið inn á í gegnum tíðina....(ekki hafa þeir hagnast svo mjög á viðskiptum mínum um dagana) en ég er þó bæði búin að fá sent frá þeim dagatal og svo sendu þeir mér líka "Kærleikskúluna" að gjöf um jólin....ég veit svei mér ekki nema að mér líki bara ekkert síður við Íslandsbanka....kannski maður ætti bara að færa öll viðskipti sín þangað ???....eða???
|

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Þá er nú komið nýtt ár ...og þakka ég hér með öllum fyrir það gamla. Gamlárskvöld var haldið hátíðlegt hér í Sandvíkinni í faðmi fjölskyldunnar. Meira að segja "ellistyrkurinn" og spúsa hans ákváðu að vera með okkur, þannig að öll fjölskyldan var hér saman, nema að sjálfsögðu blessaður "miðlungurinn" sem dreif sig til Eyja milli jóla og nýárs til að halda áramótin hátíðleg þar með kærustunni og foreldrum hennar.

Veðrið var ekkert sérstakt hér á Nesinu, hörkugaddur og þó nokkur vindur. Það gerði það að verkum að áramótabrennunni og öðrum gamlárskvölds-siðum var frestað fram á "þrettándann". Það var reyndar leiðinlegast fyrir ömmustrákana, því hér á Hauganesinu er það siður að öll börn klæðast furðufötum og ganga í hús og syngja á gamlárskvöld eftir brennu og fá nammi að launum. Ömmustrákarnir hafa að sjálfsögðu tekið þátt í þessum sið undanfarin ár og haft gaman af. Þeir tóku þessari frestun þó af stóískri ró. Upp úr miðnætti hafði þó vindinn lægt og frostið eitthvað minnkað og skutum við upp blysum eins og aðrir hér á Nesinu...erum þó alltaf frekar hófsöm í þessum blysmálum..... um hálf tvö leytið drifum við okkur svo í heita pottinn. Okkur fannst það nú dálítil bilun að sitja á nýársnótt í kulda og gaddi í heita pottinum....en yndislegt var það....Að sjálfsögðu var stigið á stokk og strengd heilmörg nýársheit....nú er bara að sjá hversu vel gengur að efna þau....fæst orð hafa minnsta ábyrgð...... :-)

7. jan fer ég til London á BETT tölvuráðstefnuna. Verst að vita ekki hverjir aðrir verða þarna líka...veit ekki hvort ég kem til með að þekkja nokkurn...það verður bara að koma í ljós. Ákkúrat í augnablikinu get ég nú ekki beint sagt að ég hlakki til. Æ, maður er hálf-latur á þessu dögum og vill frekar skríða undir sængina sína, en rjúka til útlanda. Sérstaklega þar sem maður þarf að rífa sig upp úr bælinu, nýsofnaður, um miðja nótt og rjúka til Keflavíkur ef maður ætlar að ná þessu blessaða flugi. Ég skil ekki af hverju má ekki bara láta þessar blessaðar flugvélar fara bara svona um 10-11 leytið til útlanda, svo maður hafi tíma til að koma sér til Keflavíkur með því að fara á fætur á skikkanlegum fótaferðatíma.......
|