Skyldi þetta virka ennþá??
fimmtudagur, maí 30, 2013
|þriðjudagur, október 28, 2008
Frændur okkar Færeyingar
Þeir klikka ekki á því frændur okkar í Færeyjum. Nú ætla þeir að leggja fyrir þingið sitt að veita Íslendingum 300 milljóna danskra króna gjaldeyrislán. Spurður um þau skilyrði sem Færeyingar setji fyrir láninu segir Eidesgaard fjármálaráðherra Færeyinga að hann vilji að Íslendingar þurfi ekki að greiða vexti af láninu.
ÞAð er ekki ofsögum sagt að þetta er mikill höfðingskapur og vinarþel sem Færeyingar sýna okkur Íslendingum með þessu.
Ég hef einu sinni komið til Færeyja...það var í janúar 2005. Fór þá og kynnti fjarkennsluna okkar hér í HA fyrir kennurum í Föroyja Læraraskúli og hópi norrænna háskólakennara sem starfaði saman í Nordplus verkefni. Það var frábærlega vel tekið á móti mér og þessir 3-4 dagar sem ég stoppaði þar voru æðislegir, þrátt fyrir slyddu og skammdegi sem ríkti þessa daga. Síðan er ég búin að ganga með það í maganum að fara aftur til Færeyja...að sumri til...og dvelja þar lágmark í viku svo ég geti ferðast um eyjarnar og skoðað allt það helsta af þessari stórbrotnu náttúru sem þar er að finna og njóta alls þess sem, Færeyjar og Færeyingar hafa uppá að bjóða.
Læt mynd frá borðhaldi hópsins á færeysku veitingahúsi fylgja með. Eins og sjá má þá skemmtu færeyskir veitingahúsagestir okkur með færeyskum dansi undir borðum :-)
Og kannski er ekki út í hött á þessum síðustu og verstu tímum að láta áminningarskilti frá færeyskum banka fylgja með.
ÞAð er ekki ofsögum sagt að þetta er mikill höfðingskapur og vinarþel sem Færeyingar sýna okkur Íslendingum með þessu.
Ég hef einu sinni komið til Færeyja...það var í janúar 2005. Fór þá og kynnti fjarkennsluna okkar hér í HA fyrir kennurum í Föroyja Læraraskúli og hópi norrænna háskólakennara sem starfaði saman í Nordplus verkefni. Það var frábærlega vel tekið á móti mér og þessir 3-4 dagar sem ég stoppaði þar voru æðislegir, þrátt fyrir slyddu og skammdegi sem ríkti þessa daga. Síðan er ég búin að ganga með það í maganum að fara aftur til Færeyja...að sumri til...og dvelja þar lágmark í viku svo ég geti ferðast um eyjarnar og skoðað allt það helsta af þessari stórbrotnu náttúru sem þar er að finna og njóta alls þess sem, Færeyjar og Færeyingar hafa uppá að bjóða.
Læt mynd frá borðhaldi hópsins á færeysku veitingahúsi fylgja með. Eins og sjá má þá skemmtu færeyskir veitingahúsagestir okkur með færeyskum dansi undir borðum :-)
Og kannski er ekki út í hött á þessum síðustu og verstu tímum að láta áminningarskilti frá færeyskum banka fylgja með.
sunnudagur, október 26, 2008
Og enn snjóar...
Svei mér þá, það endar líklega með því að við drukknum í snjó hér fyrir norðan!!! Það virðist ekkert lát vera á þessum ósköpum..
Ætlaði í afmæliskaffi til Hildu í dag en hún hringdi áðan og sagðist vera búin að fresta afmælinu þar sem sennilega er ófært upp heimreiðina hjá henni. Ég verð bara að bíða með að heimsækja hana þar til síðar.
Ég fór í gær með Innbæingunum (Gunnlaugu og fjölsk) inn á Minjasafn að sjá dagskrána „Með ráð undir rifi hverju“ en þar var verið að bjóða upp á sýninguna „Hvað er í matinn“ með smá viðbót sem var smökkun á nýlöguðu skyri, súrsuðum sviðalöppum. lummum og pönnukökum og einhverju fleira. Þetta var ágætis tilbreyting í snjókomunni að skreppa þarna inneftir. Best fannst mér nú samt að fá að smakka söl...hef ekki keypt mér söl í mörg ár, held ég bara.....
Hringdi í gamla vinkonu í Eyjum í gær sem er að berjast við krabbamein. Veit að Guð hefur sennilega tilgang með öllu í okkar lífi, en get ekki annað en fyllst einhvers konar reiði yfir því þegar fólk á besta aldri þarf að mæta þessum örlögum. En ekkert okkar veit víst hver er næstur í þessu tilliti. Guð gefi henni og aðstandendum styrk til að takast á við þennan erfiða sjúkdóm. Þau eru öll í bænum mínum þessa dagana.
Ætlaði í afmæliskaffi til Hildu í dag en hún hringdi áðan og sagðist vera búin að fresta afmælinu þar sem sennilega er ófært upp heimreiðina hjá henni. Ég verð bara að bíða með að heimsækja hana þar til síðar.
Ég fór í gær með Innbæingunum (Gunnlaugu og fjölsk) inn á Minjasafn að sjá dagskrána „Með ráð undir rifi hverju“ en þar var verið að bjóða upp á sýninguna „Hvað er í matinn“ með smá viðbót sem var smökkun á nýlöguðu skyri, súrsuðum sviðalöppum. lummum og pönnukökum og einhverju fleira. Þetta var ágætis tilbreyting í snjókomunni að skreppa þarna inneftir. Best fannst mér nú samt að fá að smakka söl...hef ekki keypt mér söl í mörg ár, held ég bara.....
Hringdi í gamla vinkonu í Eyjum í gær sem er að berjast við krabbamein. Veit að Guð hefur sennilega tilgang með öllu í okkar lífi, en get ekki annað en fyllst einhvers konar reiði yfir því þegar fólk á besta aldri þarf að mæta þessum örlögum. En ekkert okkar veit víst hver er næstur í þessu tilliti. Guð gefi henni og aðstandendum styrk til að takast á við þennan erfiða sjúkdóm. Þau eru öll í bænum mínum þessa dagana.
fimmtudagur, október 23, 2008
Hmmm...nýtt blogg!!
Það er nú langt síðan að skrifað hefur verið hér inn. En nú var Kristjana systir að skamma mig fyrir að blogga aldrei...(og ég sem hélt að enginn læsi þetta) þannig að það er best að athuga hvort mér tekst að halda lífi í þessu bloggi eitthvað áfram. Er nú samt ansi löt við svona skriftir þannig að enginn skyldi verða hissa þó þetta lognaðist út af aftur.
Héðan er allt gott að frétta. Veturinn kominn í öllu sínu veldi og svona var nú umhorfs er maður byrjaði að hreinsa bílinn sinn í morgun:
Það væri nú að bera í bakkafullan lækinn að minnast á ástandið í landsmálunum hér á Íslandi þannig að best er að sleppa því. Þetta er allt að fara til fj....hvort sem er :-)
Bjössi, Anna Lára og Tanja komu hér um síðustu helgi og áttum við notalega helgi saman fjölskyldan. Við fórum öll ásamt Gunnlaugu og strákunum (Daníel var í vinnuferð í Rvk) út í Laufás á laugardeginum en þar stóð Laufáshópurinn fyrir sýningu um haustverkin í gamla daga. Á heimleiðinni komum við svo við í Jólagarðinum. Um kvöldið borðuðum við öll saman hér í Hlíðargötunni og svo var öll hersingin í afmæliskaffi á sunnudeginum. Já, maður átti svo sem afmæli á sunnudaginn!!! :-)
Fékk meira að segja slatta af blómum og gjöfum, þó ekki væri þetta stórt afmæli.
Og svo er bara komin helgi enn á ný á morgun...verða komin jól áður en maður veit af!!!
Héðan er allt gott að frétta. Veturinn kominn í öllu sínu veldi og svona var nú umhorfs er maður byrjaði að hreinsa bílinn sinn í morgun:
Það væri nú að bera í bakkafullan lækinn að minnast á ástandið í landsmálunum hér á Íslandi þannig að best er að sleppa því. Þetta er allt að fara til fj....hvort sem er :-)
Bjössi, Anna Lára og Tanja komu hér um síðustu helgi og áttum við notalega helgi saman fjölskyldan. Við fórum öll ásamt Gunnlaugu og strákunum (Daníel var í vinnuferð í Rvk) út í Laufás á laugardeginum en þar stóð Laufáshópurinn fyrir sýningu um haustverkin í gamla daga. Á heimleiðinni komum við svo við í Jólagarðinum. Um kvöldið borðuðum við öll saman hér í Hlíðargötunni og svo var öll hersingin í afmæliskaffi á sunnudeginum. Já, maður átti svo sem afmæli á sunnudaginn!!! :-)
Fékk meira að segja slatta af blómum og gjöfum, þó ekki væri þetta stórt afmæli.
Og svo er bara komin helgi enn á ný á morgun...verða komin jól áður en maður veit af!!!
fimmtudagur, júní 05, 2008
Góð lesning
Man ekkert hvar ég rakst á þessa lesningu, en allavega er hún þörf:
Að sleppa...!
1. Að sleppa tökum þýðir ekki; að hætta að þykja vænt um. Það þýðir; ég leysi ekki viðfangsefni annarra.
2. Að sleppa, þýðir ekki að einangra sig frá, heldur að skilja að ég get ekki stjórnað öðrum.
3. Að sleppa er ekki að standa undir, heldur að leyfa öðrum að læra af eigin reynslu.
4. Að sleppa er að viðurkenna vanmátt, sem þýðir; úrslitin eru ekki í mínum höndum.
5. Að sleppa er ekki að reyna að breyta öðrum eða ásaka, heldur að gera það sem ég get úr mér.
6. Að sleppa er ekki að bera ábyrgð á, heldur að bera umhyggju fyrir.
7. Að sleppa er ekki að kippa í lag, heldur að vera hvetjandi.
8. Að sleppa er ekki að dæma, en að leyfa öðrum að vera eins og þeir eru.
9. Að sleppa er ekki að vera önnum kafinn við að stjórna öllu og öllum, heldur að leyfa öðrum að hafa áhrif á eigin örlög.
10. Að sleppa er ekki að vernda, heldur að leyfa öðrum að horfast í augu við staðreyndir.
11. Að sleppa er ekki að afneita, heldur að sætta sig við.
12. Að sleppa er ekki að nöldra, rífast eða skammast, heldur að leita að eigin mistökum og lagfæra þau.
13. Að sleppa er ekki að laga allt að mínum óskum, heldur að taka hvern dag fyrir og njóta hans.
14. Að sleppa er ekki að gagnrýna eða skipuleggja aðra, heldur að vera það sem mig dreymir um að vera.
15. Að sleppa er að velta sér ekki upp úr fortíðinni, heldur að þroskast og njóta dagsins í dag og framtíðarinnar.
16. Að sleppa er að óttast minna og elska meira.....
Að sleppa...!
1. Að sleppa tökum þýðir ekki; að hætta að þykja vænt um. Það þýðir; ég leysi ekki viðfangsefni annarra.
2. Að sleppa, þýðir ekki að einangra sig frá, heldur að skilja að ég get ekki stjórnað öðrum.
3. Að sleppa er ekki að standa undir, heldur að leyfa öðrum að læra af eigin reynslu.
4. Að sleppa er að viðurkenna vanmátt, sem þýðir; úrslitin eru ekki í mínum höndum.
5. Að sleppa er ekki að reyna að breyta öðrum eða ásaka, heldur að gera það sem ég get úr mér.
6. Að sleppa er ekki að bera ábyrgð á, heldur að bera umhyggju fyrir.
7. Að sleppa er ekki að kippa í lag, heldur að vera hvetjandi.
8. Að sleppa er ekki að dæma, en að leyfa öðrum að vera eins og þeir eru.
9. Að sleppa er ekki að vera önnum kafinn við að stjórna öllu og öllum, heldur að leyfa öðrum að hafa áhrif á eigin örlög.
10. Að sleppa er ekki að vernda, heldur að leyfa öðrum að horfast í augu við staðreyndir.
11. Að sleppa er ekki að afneita, heldur að sætta sig við.
12. Að sleppa er ekki að nöldra, rífast eða skammast, heldur að leita að eigin mistökum og lagfæra þau.
13. Að sleppa er ekki að laga allt að mínum óskum, heldur að taka hvern dag fyrir og njóta hans.
14. Að sleppa er ekki að gagnrýna eða skipuleggja aðra, heldur að vera það sem mig dreymir um að vera.
15. Að sleppa er að velta sér ekki upp úr fortíðinni, heldur að þroskast og njóta dagsins í dag og framtíðarinnar.
16. Að sleppa er að óttast minna og elska meira.....
mánudagur, mars 17, 2008
Skrýtin stafsetning
Á forsíðu Mbl.is mátti í morgun lesa þessa frétt: „Fíkniefni haldlögð á Akureyri“. Hvaðan í ósköpunum kemur þetta sagnorð: „að haldleggja“ ??
Er þetta nú ekki einum of mikil gróska í að búa til sagnorð??? Setningin „Hald lagt á fíkniefni á Akureyri“ er alveg jafnlöng nema sem svarar einu stafabili og einum staf......en þó mun skárri íslenska að mínu mati.
Er þetta nú ekki einum of mikil gróska í að búa til sagnorð??? Setningin „Hald lagt á fíkniefni á Akureyri“ er alveg jafnlöng nema sem svarar einu stafabili og einum staf......en þó mun skárri íslenska að mínu mati.
sunnudagur, janúar 27, 2008
Til umhugsunar
Fékk þetta sent í tölvupósti nýlega. Bara snilld :-)
Nú þegar árið 2007 hefur runnið sitt skeið, langar mig að nýta tækifærið og þakka fyrir alla tölvupóstsendingarnar sem ég hef fengið frá ykkur. Ég verð að segja að lífsgæði mín hafa aukist til muna við sendingarnar.
Takk til þess (hver sem það nú var) sem sendi mér upplýsingarnar um að það hefði í mörgum tilfellum fundist rottuskítur í límröndinni á umslögum. Þær dýrmætu upplýsingar leiddu til þess að ég nota nú votan klút í hvert skipti sem ég þarf að loka umslagi. Af sömu ástæðu finn ég mig nú knúna til að þvo hverja dós sem ég þarf að opna.
Í dag á ég heldur ekkert sparifé, þar sem ég hef sent það allt til itlu veiku stúlkunnar (Penny Brown) sem er akkúrat núna í andaslitrunum á sjúkrahúsinu í 1.387.258
skiptið.
Ég á í rauninni enga peninga lengur. en það mun náttúrulega breytast um leið og ég fæ 500.000$ sem Microsoft ætlar að senda mér fyrir að hafa verið "exclusivur" þátttakandi í e-mail prógramminu þeirra. Ég á líka von á aur frá miðaldra getulausum bankastarfsmanni frá Nígeríu sem hefur lofað að deilda 7 milljónum$ með mér. Aur sem hann erfði eftir að gleymdur ættingi hans lést í skelfilegu umferðarslysi í höfuðborginniAbuja .Yndislegur maður hann Ade Oluwa! Alveg sérstök sál.
Sem betur fer þarf ég ekki að óttast um sál mina, þar sem ég er blessuð með 363.214 englum sem passa mig og vakta sérhvert spor mittog St. Helena hefur líka boðist til að uppfylla allar mínar óskir.
Mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég nota ekki lengur krabbameinsvaldandi svitalyktaeyði, þrátt fyrir að ég lykti illa af svita á heitum sumardegi. Ég er alveg hætt því!
Takk fyrir að sýna mér og kenna að óskir mínar muni aldrei verða uppfylltar nema ég áframsendi tölvupóstana mína til amk 7 einstaklinga á innan við 5 mínútum.
Ég vil einnig þakka ykkur fyrir að hjálpa mér með að hætta að drekka Coca Cola, og upplýsa mig um að það megi hreinlega fjarlægja kalkúrfellingar úr salernum með því.
Ég set aldrei lengur bensín á bílinn hjá Olís án þess að vera vakandi fyrir því að pólskur fjöldamorðingi sem komist hefur ólöglega inn í landið, gæti mögulega hafa laumað sér í aftursætið meðan ég fylli tankinn.
Ég svara ekki lengur neinum sms-um, þar sem það kostar mig 25.000 kr. að svara ákveðnum númerum.
Fyrir tilstuðlan vingjarnlegar ráðlegginga, get ég nú ekki lengur leyft mér að beygja mig eftir krónu sem liggur á götunni, þar sem það liggur eflaust kolóður kynferðisglæpamaður undir bílnum og bíður þess að geta gripið í fæturna á mér og dregið mig til sín og nauðgað mér.
Ef þú sendir ekki þennan tölvupóst til amk 144.000 einstaklinga á næstu 70 mínútum, þá mun risavaxin dúfa með svæsin niðurgang lenda á höfðinu á þér kl. 17 nú í dag og flær úr 12 mongólskum kameldýrum munu skríða inn í bakið á þér og orsaka að rassinn á þér verður allur kafloðinn.
Og svo langar mig bara líka að deila því með ykkur að Suðuramerískur vísindastúdent sem ég þekki hefur eftir langar og strangar rannsóknir uppgötvað að aðeins einstaklingar með lága greindarvísitölu, sem stunda lítið kynlíf eru manneskjurnar sem alltaf lesa alla tölvupósta með höndina á músinni.
Lifið svo innilega heil!!
Nú þegar árið 2007 hefur runnið sitt skeið, langar mig að nýta tækifærið og þakka fyrir alla tölvupóstsendingarnar sem ég hef fengið frá ykkur. Ég verð að segja að lífsgæði mín hafa aukist til muna við sendingarnar.
Takk til þess (hver sem það nú var) sem sendi mér upplýsingarnar um að það hefði í mörgum tilfellum fundist rottuskítur í límröndinni á umslögum. Þær dýrmætu upplýsingar leiddu til þess að ég nota nú votan klút í hvert skipti sem ég þarf að loka umslagi. Af sömu ástæðu finn ég mig nú knúna til að þvo hverja dós sem ég þarf að opna.
Í dag á ég heldur ekkert sparifé, þar sem ég hef sent það allt til itlu veiku stúlkunnar (Penny Brown) sem er akkúrat núna í andaslitrunum á sjúkrahúsinu í 1.387.258
skiptið.
Ég á í rauninni enga peninga lengur. en það mun náttúrulega breytast um leið og ég fæ 500.000$ sem Microsoft ætlar að senda mér fyrir að hafa verið "exclusivur" þátttakandi í e-mail prógramminu þeirra. Ég á líka von á aur frá miðaldra getulausum bankastarfsmanni frá Nígeríu sem hefur lofað að deilda 7 milljónum$ með mér. Aur sem hann erfði eftir að gleymdur ættingi hans lést í skelfilegu umferðarslysi í höfuðborginni
Sem betur fer þarf ég ekki að óttast um sál mina, þar sem ég er blessuð með 363.214 englum sem passa mig og vakta sérhvert spor mitt
Mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég nota ekki lengur krabbameinsvaldandi svitalyktaeyði, þrátt fyrir að ég lykti illa af svita á heitum sumardegi. Ég er alveg hætt því!
Takk fyrir að sýna mér og kenna að óskir mínar muni aldrei verða uppfylltar nema ég áframsendi tölvupóstana mína til amk 7 einstaklinga á innan við 5 mínútum.
Ég vil einnig þakka ykkur fyrir að hjálpa mér með að hætta að drekka Coca Cola, og upplýsa mig um að það megi hreinlega fjarlægja kalkúrfellingar úr salernum með því.
Ég set aldrei lengur bensín á bílinn hjá Olís án þess að vera vakandi fyrir því að pólskur fjöldamorðingi sem komist hefur ólöglega inn í landið, gæti mögulega hafa laumað sér í aftursætið meðan ég fylli tankinn.
Ég svara ekki lengur neinum sms-um, þar sem það kostar mig 25.000 kr. að svara ákveðnum númerum.
Fyrir tilstuðlan vingjarnlegar ráðlegginga, get ég nú ekki lengur leyft mér að beygja mig eftir krónu sem liggur á götunni, þar sem það liggur eflaust kolóður kynferðisglæpamaður undir bílnum og bíður þess að geta gripið í fæturna á mér og dregið mig til sín og nauðgað mér.
Ef þú sendir ekki þennan tölvupóst til amk 144.000 einstaklinga á næstu 70 mínútum, þá mun risavaxin dúfa með svæsin niðurgang lenda á höfðinu á þér kl. 17 nú í dag og flær úr 12 mongólskum kameldýrum munu skríða inn í bakið á þér og orsaka að rassinn á þér verður allur kafloðinn.
Og svo langar mig bara líka að deila því með ykkur að Suðuramerískur vísindastúdent sem ég þekki hefur eftir langar og strangar rannsóknir uppgötvað að aðeins einstaklingar með lága greindarvísitölu, sem stunda lítið kynlíf eru manneskjurnar sem alltaf lesa alla tölvupósta með höndina á músinni.
Lifið svo innilega heil!!