Frændur okkar Færeyingar
Þeir klikka ekki á því frændur okkar í Færeyjum. Nú ætla þeir að leggja fyrir þingið sitt að veita Íslendingum 300 milljóna danskra króna gjaldeyrislán. Spurður um þau skilyrði sem Færeyingar setji fyrir láninu segir Eidesgaard fjármálaráðherra Færeyinga að hann vilji að Íslendingar þurfi ekki að greiða vexti af láninu.
ÞAð er ekki ofsögum sagt að þetta er mikill höfðingskapur og vinarþel sem Færeyingar sýna okkur Íslendingum með þessu.
Ég hef einu sinni komið til Færeyja...það var í janúar 2005. Fór þá og kynnti fjarkennsluna okkar hér í HA fyrir kennurum í Föroyja Læraraskúli og hópi norrænna háskólakennara sem starfaði saman í Nordplus verkefni. Það var frábærlega vel tekið á móti mér og þessir 3-4 dagar sem ég stoppaði þar voru æðislegir, þrátt fyrir slyddu og skammdegi sem ríkti þessa daga. Síðan er ég búin að ganga með það í maganum að fara aftur til Færeyja...að sumri til...og dvelja þar lágmark í viku svo ég geti ferðast um eyjarnar og skoðað allt það helsta af þessari stórbrotnu náttúru sem þar er að finna og njóta alls þess sem, Færeyjar og Færeyingar hafa uppá að bjóða.
Læt mynd frá borðhaldi hópsins á færeysku veitingahúsi fylgja með. Eins og sjá má þá skemmtu færeyskir veitingahúsagestir okkur með færeyskum dansi undir borðum :-)

Og kannski er ekki út í hött á þessum síðustu og verstu tímum að láta áminningarskilti frá færeyskum banka fylgja með.
ÞAð er ekki ofsögum sagt að þetta er mikill höfðingskapur og vinarþel sem Færeyingar sýna okkur Íslendingum með þessu.
Ég hef einu sinni komið til Færeyja...það var í janúar 2005. Fór þá og kynnti fjarkennsluna okkar hér í HA fyrir kennurum í Föroyja Læraraskúli og hópi norrænna háskólakennara sem starfaði saman í Nordplus verkefni. Það var frábærlega vel tekið á móti mér og þessir 3-4 dagar sem ég stoppaði þar voru æðislegir, þrátt fyrir slyddu og skammdegi sem ríkti þessa daga. Síðan er ég búin að ganga með það í maganum að fara aftur til Færeyja...að sumri til...og dvelja þar lágmark í viku svo ég geti ferðast um eyjarnar og skoðað allt það helsta af þessari stórbrotnu náttúru sem þar er að finna og njóta alls þess sem, Færeyjar og Færeyingar hafa uppá að bjóða.
Læt mynd frá borðhaldi hópsins á færeysku veitingahúsi fylgja með. Eins og sjá má þá skemmtu færeyskir veitingahúsagestir okkur með færeyskum dansi undir borðum :-)
Og kannski er ekki út í hött á þessum síðustu og verstu tímum að láta áminningarskilti frá færeyskum banka fylgja með.