Jæja, nú er orðið langt síðan hér hefur verið bloggað. Engin haldbær afsökun fyrir því svo sem, en á maður ekki líka að blogga þegar maður sjálfur er í stuði til þess, en ekki bara af skyldurækni???
Það var ferming í fjölskyldunni í endaðan apríl. Guðný litla í Hríseynni náði þeim merka áfanga að komast í kristinna manna tölu. Stór hluti fjölskyldunnar úr Eyjum mætti því á svæðið og smellti ég einni mynd af systrum mínum þegar þær borðuðu hjá mér eitt kvöldið. Ekki víst að maður fái mörg tækifæri til að ná þeim saman á mynd hér norðan heiða...en hver veit...núna fyrst þetta hafðist að koma þeim báðum samtímis hingað norður í þetta sinn. Að vísu var Blönduósvegalöggan eitthvað að hrella aðra þeirra, en það má sjá við því í framtíðinni

.