Þá er maður nú búinn að skreppa til Eyja og kominn aftur „heim í heiðadalinn“. Annars veit ég nú ekki alveg hvað mér finnst vera „heim“!! Er enn svolítið rugluð í tilfinningum mínum um það.....
Það var allavega alveg yndislegt að sofna fyrsta kvöldið með vindgnauðið á gluggunum og rigninguna beljandi bæði á gluggum og þaki. Vakna svo næst morgun við sönginn í mófuglunum...heiðlóuna, spóann og hrossagaukinn og einhverja fleiri....mjög heimilislegt.
Blessað fermingarbarnið (sonur Lilju systurdóttur) var tekið í kristinna manna tölu stór-áfallalaust og unir nú glaður við sitt. Þetta var mikil veisla. Allavega hefur örugglega enginn farið svangur frá borði...svo voru nú tertufjöllin stór!!
Hitti fullt af fólki, bæði ættingjum og vinum. Gaman að því!!!
Yfir og út :-
Það var allavega alveg yndislegt að sofna fyrsta kvöldið með vindgnauðið á gluggunum og rigninguna beljandi bæði á gluggum og þaki. Vakna svo næst morgun við sönginn í mófuglunum...heiðlóuna, spóann og hrossagaukinn og einhverja fleiri....mjög heimilislegt.
Blessað fermingarbarnið (sonur Lilju systurdóttur) var tekið í kristinna manna tölu stór-áfallalaust og unir nú glaður við sitt. Þetta var mikil veisla. Allavega hefur örugglega enginn farið svangur frá borði...svo voru nú tertufjöllin stór!!
Hitti fullt af fólki, bæði ættingjum og vinum. Gaman að því!!!
Yfir og út :-
